„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2018 10:59 Tilkynning sem Jónas formaður sendir fyrir hönd stjórnar SÍ er afar harðorð og sakar hann Heiðveigu Maríu meðal annars um að hafa ítrekað borið upplognar sakir á stjórnina. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hefur fyrir hönd stjórnar sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að stjórn muni ekki fallast á kröfu um félagsfund. Í lok tilkynningar segir að félagið verði „ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“. Þá segir í tilkynningunni að Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýverið var rekin úr félaginu, hafi „ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti.“ Það var á þeim foresendum sem tekin var ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Þá segir Jónas að engin áform séu uppi um að draga brottvikningu hennar til baka. „Það skal áréttað að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.“Vísir greindi frá því í síðustu viku að fram hafi verið lagður undirskriftalisti á annað hundrað félagsmanna þar sem krafist var félagsfundar þar sem málið yrði rætt og tekin afstaða til þess. Í tilkynningunni er litið til þessa: „Skrifstofa Sjómannafélags Íslands hefur nú borið þessar 163 undirskriftir saman við félagaskrána. Innan við þriðjungur undirskriftanna, eða 52 einstaklingar, eru félagsmenn.“Tilkynning stjórnar í heild sinniHeiðveig María Einarsdóttir hefur að undanförnu gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands afar harkalega í fjölmiðlum. Hún hefur ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti. Þess vegna var tekin ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Það skal áréttað að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.Efnt var til undirskriftasöfnunar vegna áskorunar um að haldinn yrði félagsfundur. Undirskriftalistinn var sendur til skrifstofu félagsins eftir lokun klukkan fjögur síðastliðinn föstudag. Rúmum sólarhring síðar, eða klukkan tvö að morgni sunnudagsins, sendu aðstandendur söfnunarinnar frá sér harðorð mótmæli vegna þess að félagið hefði ekki kvittað fyrir móttöku listans og brugðist við honum með því að boða til félagsfundar strax þessa sömu helgi. Í fréttum var skýrt frá því að safnast hefðu 163 undirskriftir en samkvæmt lögum félagsins þarf stjórn að boða til félagsfundar ef 100 félagsmenn eða fleiri fara fram á það og tilgreina fundarefni.Skrifstofa Sjómannafélags Íslands hefur nú borið þessar 163 undirskriftir saman við félagaskrána. Innan við þriðjungur undirskriftanna, eða 52 einstaklingar, eru félagsmenn. Hinir eitt hundrað og ellefu eru það ekki. Í þessum þætti fjölmiðlafarsans er sama innistæðan og í öllum hinum. Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap; ólöglegar lagabreytingar, fölsun fundargerða og að slíta blaðsíður úr fundargerðabók. Ávirðingar Heiðveigar Maríu hafa komið í veg fyrir löngu tímabæra sameiningu sjómanna sem hún hefur kallað „klikkaðar tilraunir“.Það verður ekki boðað til félagsfundar í Sjómannafélagi Íslands á grundvelli þessara undirskrifta. Hins vegar verður trúnaðarmannaráð félagsins sem tók ákvörðun um brottvikningu Heiðveigar Maríu kallað saman fljótlega. Um kjörgengi í stjórnarkosningum þarf hins vegar ekki að ræða. Brottvikningin skiptir engu máli hvað það varðar. Þar eru lög félagsins um hið minnsta þriggja ára félagsaðild afar skýr. Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks.Reykjavík 5. nóvember 2018Jónas Garðarssonformaður Sjómannafélags Íslandsp ný staða. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hefur fyrir hönd stjórnar sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að stjórn muni ekki fallast á kröfu um félagsfund. Í lok tilkynningar segir að félagið verði „ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“. Þá segir í tilkynningunni að Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýverið var rekin úr félaginu, hafi „ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti.“ Það var á þeim foresendum sem tekin var ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Þá segir Jónas að engin áform séu uppi um að draga brottvikningu hennar til baka. „Það skal áréttað að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.“Vísir greindi frá því í síðustu viku að fram hafi verið lagður undirskriftalisti á annað hundrað félagsmanna þar sem krafist var félagsfundar þar sem málið yrði rætt og tekin afstaða til þess. Í tilkynningunni er litið til þessa: „Skrifstofa Sjómannafélags Íslands hefur nú borið þessar 163 undirskriftir saman við félagaskrána. Innan við þriðjungur undirskriftanna, eða 52 einstaklingar, eru félagsmenn.“Tilkynning stjórnar í heild sinniHeiðveig María Einarsdóttir hefur að undanförnu gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands afar harkalega í fjölmiðlum. Hún hefur ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti. Þess vegna var tekin ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Það skal áréttað að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.Efnt var til undirskriftasöfnunar vegna áskorunar um að haldinn yrði félagsfundur. Undirskriftalistinn var sendur til skrifstofu félagsins eftir lokun klukkan fjögur síðastliðinn föstudag. Rúmum sólarhring síðar, eða klukkan tvö að morgni sunnudagsins, sendu aðstandendur söfnunarinnar frá sér harðorð mótmæli vegna þess að félagið hefði ekki kvittað fyrir móttöku listans og brugðist við honum með því að boða til félagsfundar strax þessa sömu helgi. Í fréttum var skýrt frá því að safnast hefðu 163 undirskriftir en samkvæmt lögum félagsins þarf stjórn að boða til félagsfundar ef 100 félagsmenn eða fleiri fara fram á það og tilgreina fundarefni.Skrifstofa Sjómannafélags Íslands hefur nú borið þessar 163 undirskriftir saman við félagaskrána. Innan við þriðjungur undirskriftanna, eða 52 einstaklingar, eru félagsmenn. Hinir eitt hundrað og ellefu eru það ekki. Í þessum þætti fjölmiðlafarsans er sama innistæðan og í öllum hinum. Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap; ólöglegar lagabreytingar, fölsun fundargerða og að slíta blaðsíður úr fundargerðabók. Ávirðingar Heiðveigar Maríu hafa komið í veg fyrir löngu tímabæra sameiningu sjómanna sem hún hefur kallað „klikkaðar tilraunir“.Það verður ekki boðað til félagsfundar í Sjómannafélagi Íslands á grundvelli þessara undirskrifta. Hins vegar verður trúnaðarmannaráð félagsins sem tók ákvörðun um brottvikningu Heiðveigar Maríu kallað saman fljótlega. Um kjörgengi í stjórnarkosningum þarf hins vegar ekki að ræða. Brottvikningin skiptir engu máli hvað það varðar. Þar eru lög félagsins um hið minnsta þriggja ára félagsaðild afar skýr. Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks.Reykjavík 5. nóvember 2018Jónas Garðarssonformaður Sjómannafélags Íslandsp ný staða.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45