Birgir Leifur áfram á lokaúrtökumótið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 15:10 Birgir Leifur Hafþórsson. getty Birgir Leifur Hafþórsson mun spila á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann spilaði frábærlega á öðru stigi úrtökumótanna um helgina. Birgir Leifur lék fjórða og síðasta hringinn í dag. Hringurinn var sá slakasti hjá Birgi til þessa, hann var aðeins á einu höggi undir pari. Það kom þó ekki að sök því Birgir endaði jafn í 6. - 13. sæti mótsins á þrettán höggum undir pari. Gert er ráð fyrir því að 20 efstu kylfingarnir á hverjum velli fari áfram á lokaúrtökumótið og því ljóst að Birgir Leifur fær þátttökurétt þar. Annað stigið fer fram á fjórum völlum og Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt í því, en á öðrum velli en Birgir Leifur. Haraldur var rétt fyrir utan tuttugu efstu fyrir lokahringinn í dag og þurfti því að eiga góðan hring til þess að komast á lokastigið. það tókst hins vegar ekki, hann átti sinn versta hring á mótinu. Haraldur fór hringinn á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 37. sæti á fjórum höggum undir pari samanlagt. Hann fær því líklega ekki að keppa á lokastiginu. Síðasta úrtökumótið þar sem 25 efstu tryggja sig inn á Evrópumótaröðina hefst 10. nóvember á Lumine vellinum á Spáni. Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson mun spila á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann spilaði frábærlega á öðru stigi úrtökumótanna um helgina. Birgir Leifur lék fjórða og síðasta hringinn í dag. Hringurinn var sá slakasti hjá Birgi til þessa, hann var aðeins á einu höggi undir pari. Það kom þó ekki að sök því Birgir endaði jafn í 6. - 13. sæti mótsins á þrettán höggum undir pari. Gert er ráð fyrir því að 20 efstu kylfingarnir á hverjum velli fari áfram á lokaúrtökumótið og því ljóst að Birgir Leifur fær þátttökurétt þar. Annað stigið fer fram á fjórum völlum og Haraldur Franklín Magnús tók einnig þátt í því, en á öðrum velli en Birgir Leifur. Haraldur var rétt fyrir utan tuttugu efstu fyrir lokahringinn í dag og þurfti því að eiga góðan hring til þess að komast á lokastigið. það tókst hins vegar ekki, hann átti sinn versta hring á mótinu. Haraldur fór hringinn á þremur höggum yfir pari og endaði jafn í 37. sæti á fjórum höggum undir pari samanlagt. Hann fær því líklega ekki að keppa á lokastiginu. Síðasta úrtökumótið þar sem 25 efstu tryggja sig inn á Evrópumótaröðina hefst 10. nóvember á Lumine vellinum á Spáni.
Golf Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira