„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 20:30 Bertha Lena Sverrisdóttir er nemandi á náttúrufræðibraut í FG. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Ekki eru allir á sama máli um ágæti breytinganna en ein þeirra er Bertha Lena Sverrisdóttir sem er á náttúrufræðibraut í FG. „Það er erfiðara að sinna fjölskyldu, vinum, félagslífi með skólanum af því að þetta er orðin 130% vinna. Auðvitað er vinna að vera í framhaldsskóla, algjörlega ég er til í það, en ekki 130% vinnu. Af því ég vil eiga félagslíf,“ segir Bertha Lena. Fyrst í ágúst og aftur í síðustu viku sendi hún bréf til yfirvalda þar sem hún lýsir upplifun sinni af styttingu námsins. „Ég sendi á menntamálaráðuneyti og Menntamálastofnun. Menntamálastofnun hringdi í mig en sagði að þetta væri ekki undir þeim komið þannig að ég er búin að hafa tvisvar sinnum samband við menntmálaráðuneytið og menntamálaráðherra en hef ekki fengið nein svör.“ Hún telur skjóta skökku við að talað sé um styttingu námsins þegar í raun sé bara verið að þjappa því saman. Þá segir hún flesta samnemendur sína sem hún þekkir til, ekki sjá fram á að ljúka námi á þremur árum heldur á þremur og hálfu eða fjórum. „Ég er á þriðja ári og ég á að eiga bara eitt ár eftir en það er spurning hvort maður nái því en ég er að stefna að því að ná því á þremur,“ segir Bertha Lena. „Það er enginn afsláttur gefinn, það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn. Það er svona frekar leiðinlegt.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03 Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi, útskrifaðist í vor. Ekki eru allir á sama máli um ágæti breytinganna en ein þeirra er Bertha Lena Sverrisdóttir sem er á náttúrufræðibraut í FG. „Það er erfiðara að sinna fjölskyldu, vinum, félagslífi með skólanum af því að þetta er orðin 130% vinna. Auðvitað er vinna að vera í framhaldsskóla, algjörlega ég er til í það, en ekki 130% vinnu. Af því ég vil eiga félagslíf,“ segir Bertha Lena. Fyrst í ágúst og aftur í síðustu viku sendi hún bréf til yfirvalda þar sem hún lýsir upplifun sinni af styttingu námsins. „Ég sendi á menntamálaráðuneyti og Menntamálastofnun. Menntamálastofnun hringdi í mig en sagði að þetta væri ekki undir þeim komið þannig að ég er búin að hafa tvisvar sinnum samband við menntmálaráðuneytið og menntamálaráðherra en hef ekki fengið nein svör.“ Hún telur skjóta skökku við að talað sé um styttingu námsins þegar í raun sé bara verið að þjappa því saman. Þá segir hún flesta samnemendur sína sem hún þekkir til, ekki sjá fram á að ljúka námi á þremur árum heldur á þremur og hálfu eða fjórum. „Ég er á þriðja ári og ég á að eiga bara eitt ár eftir en það er spurning hvort maður nái því en ég er að stefna að því að ná því á þremur,“ segir Bertha Lena. „Það er enginn afsláttur gefinn, það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn. Það er svona frekar leiðinlegt.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03 Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þriggja ára kerfið, til hins betra eða verra? Í vor mun útskrifast fyrsti árgangur þriggja ára kerfisins. Stytting framhaldsskólans úr fjórum árum í þrjú kann að hafa verið góð aðgerð, en nú tæpum þremur árum eftir innleiðingu kerfisins hefur ýmislegt komið í ljós sem betur má fara og krefst naflaskoðunnar af hálfu ríkisvaldsins. 2. febrúar 2018 09:03
Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28
Tækifæri felist í styttingu grunnskólanáms Samtök atvinnulífsins telja að stytting grunnskólanáms myndi milda áhrif kennaraskorts og auka fjárframlög á hvern nemanda. 20. nóvember 2017 13:32