Lögregla rannsakar mál Hauks Hilmarssonar sem mannshvarf Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2018 20:45 Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. Lögreglan rannsaki mál hans sem mannshvarf. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar spurði utanríkisráðherra út í það á Alþingi í dag hvað hann og ráðuneyti hans hefðu gert til að komast að því hvað varð um Hauk Hilmarsson, sem talið væri að hafi fallið í átökum á yfirráðasvæði Tyrkja í Sýrlandi hinn 24. febrúar. „Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að veita upplýsingar um afdrif þeirra sem þeir fella í stríðsátökum sem þessum. Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks eiga rétt á að vita hvað hefur orðið um Hauk,“ sagði Margrét. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði stjórnvöld hafa leitað aðstoðar helstu vinaþjóða í þessu máli og leitað upplýsinga hjá Tyrkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað óskað upplýsinga um málið frá tyrkneskum stjórnvöldum og fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld telji Hauk af. Fjölskylda hans hefur verið upplýst um það eins og öll önnur skref sem tekin hafa verið í leitinni að Hauki. Við teljum borgaraþjónustuþætti málsins lokið í bili en lögreglan rannsakar málið sem mannshvarf. Utanríkisþjónustan mun áfram eiga reglulega samskipti við fulltrúa tyrkneskra yfirvalda í tengslum við þetta mál,“ sagði Guðlaugur Þór. Margrét sagði óásættanlegt að það væri ekki hægt að komast að hinu sanna í málinu. „Telur ráðherrann að hann persónulega hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að finna Hauk eða lík hans ef hann er sannarlega látinn og tryggja að það verði flutt heim,“ spurði Margrét. „Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Og ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa frekar til við þetta erfiða mál þá munum við auðvitað gera það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Utanríkisþjónustan mun áfram eiga regluleg samskipti við fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þótt borgaraþjónustuþætti málsins sé lokið, að sögn utanríkisráðherra. Lögreglan rannsaki mál hans sem mannshvarf. Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar spurði utanríkisráðherra út í það á Alþingi í dag hvað hann og ráðuneyti hans hefðu gert til að komast að því hvað varð um Hauk Hilmarsson, sem talið væri að hafi fallið í átökum á yfirráðasvæði Tyrkja í Sýrlandi hinn 24. febrúar. „Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að veita upplýsingar um afdrif þeirra sem þeir fella í stríðsátökum sem þessum. Íslenska ríkið sem og aðstandendur Hauks eiga rétt á að vita hvað hefur orðið um Hauk,“ sagði Margrét. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði stjórnvöld hafa leitað aðstoðar helstu vinaþjóða í þessu máli og leitað upplýsinga hjá Tyrkjum. „Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað óskað upplýsinga um málið frá tyrkneskum stjórnvöldum og fengið staðfest eftir mörgum leiðum að þarlend stjórnvöld telji Hauk af. Fjölskylda hans hefur verið upplýst um það eins og öll önnur skref sem tekin hafa verið í leitinni að Hauki. Við teljum borgaraþjónustuþætti málsins lokið í bili en lögreglan rannsakar málið sem mannshvarf. Utanríkisþjónustan mun áfram eiga reglulega samskipti við fulltrúa tyrkneskra yfirvalda í tengslum við þetta mál,“ sagði Guðlaugur Þór. Margrét sagði óásættanlegt að það væri ekki hægt að komast að hinu sanna í málinu. „Telur ráðherrann að hann persónulega hafi gert allt sem í hans valdi stendur til að finna Hauk eða lík hans ef hann er sannarlega látinn og tryggja að það verði flutt heim,“ spurði Margrét. „Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til í þessu máli. Og ef það er eitthvað sem við getum gert til að hjálpa frekar til við þetta erfiða mál þá munum við auðvitað gera það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12 Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00 Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. 26. júní 2018 06:00 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Ætlar að ræða við tyrkneskan ráðherra um mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ætla ræða mál Hauks Hilmarssonar við tyrkneskan ráðherra á morgun. 24. júní 2018 21:12
Guðlaugur Þór segir allt hafa verið gert til að finna Hauk Hilmarsson Utanríkisráðherra segir að hann og utanríkisráðuneytið hafi gert allt sem í þeirra valdi standi til að komast að örlögum Hauks Hilmarssonar sem saknað hefur verið í Sýrlandi frá því í febrúar. 8. nóvember 2018 13:00
Guðlaugur undirritaði fríverslunarsamning og ræddi mál Hauks Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, undirrituðu í gær uppfærslu á fríverslunarsamningi landanna tveggja. 26. júní 2018 06:00