Matthias Coeler frá Þýskalandi er á meðal þúsunda gesta á Iceland Airwaves. Matthias sat einn og var að bíða eftir vinum sínum og hlaða símann sinn þegar blaðamann bar að garði.
„Þetta er fyrsta skiptið mitt á Íslandi og á Airwaves. Ég kom í síðustu viku og er búin að ferðast hringinn í kringum landið og enda ferðina í Reykjavík á tónlistarhátíðinni,“ segir Matthias. Hann á vini í Reykjavík sem mæltu með því við hann að fara á hátíðina.
Matthias er tónlistarmaður sjálfur en var ekkert búinn að kynna sér hljómsveitirnar sem koma fram á hátíðinni í ár.
„Ég hef engar væntingar til hljómsveitanna en hingað til hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum,“ segir Matthias.
Fólkið á Airwaves: Fór í hringferð og er mættur á Airwaves
