Samningurinn gildir til tveggja ára en eins og áður segir kemur miðjumaðurinn frá Víkingi þar sem hann hefur leikið 141 leiki og skorað níu mörk.
Á heimasíðu KR segir að hann hafi aðallega leikið sem kantmaður undanfarin ár en rétt er að Arnþór Ingi leikur oftast sem miðjumaður. Hann er þekktur fyrir að gefa ekki tommu eftir.
Arnþór er annar leikmaðurinn sem kemur til KR frá Víking en fyrr í vetur skrifaði Alex Freyr Hilmarsson undir saming við KR. Einnig hafa þeir fengið Ægir Jarl frá Fjölni.
KR endaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð og er á leiðinni í Evrópukeppni á næsta ári eftir að hafa verið ekki í Evrópukeppni á nýafstöðnu tímabili.
Arnþór Ingi hefur samið við KR til 2 ára nánar á https://t.co/Lg5hg9DDwM #allirsemeinn pic.twitter.com/cPjkfCGRMl
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) November 9, 2018