Margt breyst á fjórum mánuðum hjá Lopetegui Hjörvar Ólafsson skrifar 30. október 2018 07:15 Julen Lopetegui hefur verið sagt upp hjá Real Madrid. AP/Manu Fernandez Það hefur margt breyst hjá spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui frá því í byrjun júnímánaðar fyrr á þessu ári. Hann var þá þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hafði ekki beðið lægri hlut undir hans stjórn á þeim rúmu tveimur árum sem hann hafði verið við stjórnvölinn. Spænska liðið hafði betur í 14 leikjum undir hans stjórn og gerði sex jafntefli. Lopetegui fékk þá gylliboð frá spænska stórveldinu Real Madrid sem falaðist eftir kröftum hans til þess að taka við skútunni þar af Zinedine Zidane sem var að láta af störfum eftir þriggja ára starf. Fernando Hierro, fyrrverandi fyrirliði Real Madrid, og félagar hans hjá spænska knattspyrnusambandinu voru ekki sáttir við að Lopetegui hefði farið á bak við þá og hann var látinn fara einungis nokkrum dögum áður en heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi í sumar. Hann hafði, áður en hann tók við A-landsliðinu, farið tröppuganginn hjá spænska knattspyrnusambandinu með því að þjálfa U-17, U-19 og U-21 ára lið Spánverja. Þar að auki hefur hann stýrt Rayo Vallecano, B-liði Real Madrid og Porto. Hann fékk liðið í fangið sem var nýbúið að missa sína skærustu stjörnu, Cristiano Ronaldo, en flestir bjuggust við því að forráðamenn Real Madrid myndu opna veskið til þess að fylla skarð hans. Það var hins vegar ekki gert og liðið skortir tilfinnanlega brodd í fremstu fylkingu sína. Karim Benzema, aðalframherji liðsins, hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og Gareth Bale sem átti að taka við kyndlinum af Ronaldo þrjú mörk í níu leikjum í deildinni. Lopetegui mætti með snöruna um hálsinn á æfingu Real Madrid í gærmorgun eftir 5-1 tap fyrir Barcelona. Um kvöldið sendi félagið svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lopetegui hefði verið rekinn. Real Madrid mætir C-deildarliðinu Melilla í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum annað kvöld. Santiago Solari, fyrrverandi leikmaður Real Madrid sem stýrt hefur B-liði félagsins síðustu tvö ár og þjálfað yngri flokka hjá félaginu síðan 2013 mun taka tímabundið við liðinu og stýra því í þeim leik hið minnsta. Arsene Wenger og Antonio Conte hafa verið nefndir til sögunnar til þess að taka við spænsk stórliðinu til frambúðar. – hó Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira
Það hefur margt breyst hjá spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui frá því í byrjun júnímánaðar fyrr á þessu ári. Hann var þá þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hafði ekki beðið lægri hlut undir hans stjórn á þeim rúmu tveimur árum sem hann hafði verið við stjórnvölinn. Spænska liðið hafði betur í 14 leikjum undir hans stjórn og gerði sex jafntefli. Lopetegui fékk þá gylliboð frá spænska stórveldinu Real Madrid sem falaðist eftir kröftum hans til þess að taka við skútunni þar af Zinedine Zidane sem var að láta af störfum eftir þriggja ára starf. Fernando Hierro, fyrrverandi fyrirliði Real Madrid, og félagar hans hjá spænska knattspyrnusambandinu voru ekki sáttir við að Lopetegui hefði farið á bak við þá og hann var látinn fara einungis nokkrum dögum áður en heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi í sumar. Hann hafði, áður en hann tók við A-landsliðinu, farið tröppuganginn hjá spænska knattspyrnusambandinu með því að þjálfa U-17, U-19 og U-21 ára lið Spánverja. Þar að auki hefur hann stýrt Rayo Vallecano, B-liði Real Madrid og Porto. Hann fékk liðið í fangið sem var nýbúið að missa sína skærustu stjörnu, Cristiano Ronaldo, en flestir bjuggust við því að forráðamenn Real Madrid myndu opna veskið til þess að fylla skarð hans. Það var hins vegar ekki gert og liðið skortir tilfinnanlega brodd í fremstu fylkingu sína. Karim Benzema, aðalframherji liðsins, hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og Gareth Bale sem átti að taka við kyndlinum af Ronaldo þrjú mörk í níu leikjum í deildinni. Lopetegui mætti með snöruna um hálsinn á æfingu Real Madrid í gærmorgun eftir 5-1 tap fyrir Barcelona. Um kvöldið sendi félagið svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lopetegui hefði verið rekinn. Real Madrid mætir C-deildarliðinu Melilla í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum annað kvöld. Santiago Solari, fyrrverandi leikmaður Real Madrid sem stýrt hefur B-liði félagsins síðustu tvö ár og þjálfað yngri flokka hjá félaginu síðan 2013 mun taka tímabundið við liðinu og stýra því í þeim leik hið minnsta. Arsene Wenger og Antonio Conte hafa verið nefndir til sögunnar til þess að taka við spænsk stórliðinu til frambúðar. – hó
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Fleiri fréttir Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ Sjá meira