Vildi bætur frá Icelandair vegna þjófnaðar á dýrum tískuvörum úr farangri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 11:53 Farþeginn ferðaðist með Icelandair frá New York til Berlínar. Vísir/Vilhelm Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira