Vildi bætur frá Icelandair vegna þjófnaðar á dýrum tískuvörum úr farangri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 11:53 Farþeginn ferðaðist með Icelandair frá New York til Berlínar. Vísir/Vilhelm Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira