Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2018 16:30 Johanna E. Van Schalkwyk flutti til Íslands frá Suður-Afríku árið 1997. Hún ræddi málefni innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði á húsnæðisþingi í dag. Vísir/vilhelm Leiga einstæðrar móður, sem fluttist til Íslands fyrir 22 árum, hækkaði um 70 þúsund krónur á rétt rúmu einu ári, að sögn Johönnu E. Van Schalkwyk, verkefnastjóra frá Suður-Afríku sem hefur búið hér á landi síðan árið 1997. Þetta sagði Johanna að væri dæmigert fyrir upplifun innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði og að þeir glími jafnframt við fordóma og upplýsingaskort.Einstæð móðir í láglaunastarfi vildi veita syninum stöðugleika Johanna fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu „Welcome to Iceland“ á húsnæðisþingi í dag. Þar sagði hún að úr fjölmörgum sögum væri að velja en við þetta tilefni hafi hún ákveðið að segja sögu Natalie vinkonu sinnar. Natalie hefur búið í 22 ár á Íslandi, er með íslenskan ríkisborgararétt, vinnur í eldhúsi á leikskóla og er einstæð móðir með eitt barn. Eftir að sonur Natalie fæddist árið 2009 ákvað hún að leita að framtíðarheimili fyrir þau mæðgin. Johanna sagði Natalie hafa þráð að gefa syni sínum stöðugleika í formi öruggs húsnæðis og skólaumhverfis, sem hún naut ekki sjálf í heimalandinu, Suður-Afríku. Árið 2013 fékk Natalie draumaíbúð a vegum Íbúðalánasjóðs og greiddi fyrir hana 150 þúsund krónur í leigu á mánuði, vísitölutengda með ótímabundnum leigusamningi. „Natalie fannst eins og hún gæti loksins slakað á, enda er ÍLS ríkisstofnun og húsnæðið líklega öruggara en hjá einkaaðilum.“ Borga núna eða fara á flæking Árið 2015 var Natalie svo tilkynnt að íbúðin hafi verið seld Leigufélaginu Kletti en að samningurinn héldist óbreyttur. Í febrúar 2017 fékk Natalie hins vegar bréf frá nýjum eiganda íbúðarinnar, Almenna leigufélaginu, sem sagði upp ótímabundnum leigusamningi hennar. Í staðinn var Natalie boðinn eins árs samningur upp á 180 þúsund krónur á mánuði í leigu. Um var að ræða 30 þúsund króna hækkun á mánuði, á einu bretti. „Þetta er sérstaklega stórt högg ef þú ert einstæð móðir í láglaunastarfi,“ sagði Johanna.Húsnæðismarkaðurinn er fjandsamlegur innflytjendum, samkvæmt niðurstöðum óformlegrar könnunar Johönnu.Fréttablaðið/EyþórÁrið 2018 barst Natalie annað bréf frá Almenna leigufélaginu, sem bauð henni að endurnýja eins árs samninginn með 40 þúsund króna hækkun á mánuði. Þannig var leigan orðin 220 þúsund krónur á mánuði, og hafði því hækkað um samtals 70 þúsund krónur á rétt rúmu einu ári. Að sögn Johönnu bað Natalie um ótímabundinn samning en fékk þau svör frá Almenna leigufélaginu að aðeins hægt væri að bjóða henni tveggja ára samning. Mánaðarleigan myndi þó hækka upp í 245 þúsund krónur á mánuði á slíkum samningi. „Valkostir Natalie voru svosem engir, borga núna eða fara á flæking með barnið sitt.“Fordómar og skortur á upplýsingum Johanna sagði sögu Natalie vera sögu fjölmargra innflytjenda á Íslandi. Hún sagði stöðu þeirra hafa versnað með styttri leigusamningum og hærri leigu. Þetta viðhorf endurspeglaðist í óformlegri könnun sem Johanna lagði fyrir Facebook-hóp innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði. Áttatíu svöruðu könnuninni og voru flestir sammála um að alvarleg vandamál stæðu frammi fyrir innflytjendum í málaflokknum. Samkvæmt könnun Johönnu glíma innflytjendur við fordóma, upplýsingaskort og óvinsamlegt leigu- og kaupferli á húsnæðismarkaði. Þá þiggur til að mynda lítill hluti innflytjenda húsaleigubætur. „Er það af því að reglur um réttinn eru of strangar, er skriffinska of flókin, eða getur verið að innflytjendur eru markvisst ekki upplýstir um húsaleigubætur almennt?“ spurði Johanna. Húsnæðismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Leiga einstæðrar móður, sem fluttist til Íslands fyrir 22 árum, hækkaði um 70 þúsund krónur á rétt rúmu einu ári, að sögn Johönnu E. Van Schalkwyk, verkefnastjóra frá Suður-Afríku sem hefur búið hér á landi síðan árið 1997. Þetta sagði Johanna að væri dæmigert fyrir upplifun innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði og að þeir glími jafnframt við fordóma og upplýsingaskort.Einstæð móðir í láglaunastarfi vildi veita syninum stöðugleika Johanna fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu „Welcome to Iceland“ á húsnæðisþingi í dag. Þar sagði hún að úr fjölmörgum sögum væri að velja en við þetta tilefni hafi hún ákveðið að segja sögu Natalie vinkonu sinnar. Natalie hefur búið í 22 ár á Íslandi, er með íslenskan ríkisborgararétt, vinnur í eldhúsi á leikskóla og er einstæð móðir með eitt barn. Eftir að sonur Natalie fæddist árið 2009 ákvað hún að leita að framtíðarheimili fyrir þau mæðgin. Johanna sagði Natalie hafa þráð að gefa syni sínum stöðugleika í formi öruggs húsnæðis og skólaumhverfis, sem hún naut ekki sjálf í heimalandinu, Suður-Afríku. Árið 2013 fékk Natalie draumaíbúð a vegum Íbúðalánasjóðs og greiddi fyrir hana 150 þúsund krónur í leigu á mánuði, vísitölutengda með ótímabundnum leigusamningi. „Natalie fannst eins og hún gæti loksins slakað á, enda er ÍLS ríkisstofnun og húsnæðið líklega öruggara en hjá einkaaðilum.“ Borga núna eða fara á flæking Árið 2015 var Natalie svo tilkynnt að íbúðin hafi verið seld Leigufélaginu Kletti en að samningurinn héldist óbreyttur. Í febrúar 2017 fékk Natalie hins vegar bréf frá nýjum eiganda íbúðarinnar, Almenna leigufélaginu, sem sagði upp ótímabundnum leigusamningi hennar. Í staðinn var Natalie boðinn eins árs samningur upp á 180 þúsund krónur á mánuði í leigu. Um var að ræða 30 þúsund króna hækkun á mánuði, á einu bretti. „Þetta er sérstaklega stórt högg ef þú ert einstæð móðir í láglaunastarfi,“ sagði Johanna.Húsnæðismarkaðurinn er fjandsamlegur innflytjendum, samkvæmt niðurstöðum óformlegrar könnunar Johönnu.Fréttablaðið/EyþórÁrið 2018 barst Natalie annað bréf frá Almenna leigufélaginu, sem bauð henni að endurnýja eins árs samninginn með 40 þúsund króna hækkun á mánuði. Þannig var leigan orðin 220 þúsund krónur á mánuði, og hafði því hækkað um samtals 70 þúsund krónur á rétt rúmu einu ári. Að sögn Johönnu bað Natalie um ótímabundinn samning en fékk þau svör frá Almenna leigufélaginu að aðeins hægt væri að bjóða henni tveggja ára samning. Mánaðarleigan myndi þó hækka upp í 245 þúsund krónur á mánuði á slíkum samningi. „Valkostir Natalie voru svosem engir, borga núna eða fara á flæking með barnið sitt.“Fordómar og skortur á upplýsingum Johanna sagði sögu Natalie vera sögu fjölmargra innflytjenda á Íslandi. Hún sagði stöðu þeirra hafa versnað með styttri leigusamningum og hærri leigu. Þetta viðhorf endurspeglaðist í óformlegri könnun sem Johanna lagði fyrir Facebook-hóp innflytjenda á íslenskum húsnæðismarkaði. Áttatíu svöruðu könnuninni og voru flestir sammála um að alvarleg vandamál stæðu frammi fyrir innflytjendum í málaflokknum. Samkvæmt könnun Johönnu glíma innflytjendur við fordóma, upplýsingaskort og óvinsamlegt leigu- og kaupferli á húsnæðismarkaði. Þá þiggur til að mynda lítill hluti innflytjenda húsaleigubætur. „Er það af því að reglur um réttinn eru of strangar, er skriffinska of flókin, eða getur verið að innflytjendur eru markvisst ekki upplýstir um húsaleigubætur almennt?“ spurði Johanna.
Húsnæðismál Innflytjendamál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43
„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent