Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 20:34 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. VÍSIR/VILHELM Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar. Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar.
Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00