Leikmaður í heimsmeistaraliði Ítala dæmdur í mafíumáli Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 22:30 Vincenzo Iaquinta kyssir bikarinn eftir að Ítalir unni Frakka í úrslitaleik HM í Berlín árið 2006. Getty/Andreas Rentz Dómstóll á Ítalíu hefur dæmt knattspyrnumanninn Vincenzo Iaquinta í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn skotvopnalögum í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Iaquinta spilaði meðal annars með stórliði Juventus og var í heimsmeistaraliði Ítalíu árið 2006. Hinn 38 ára Iaquinta var í hópi 148 manna sem réttað var yfir en sakborningar voru ákærðir fyrir tengsl við 'Ndrangheta-mafíuna. Dómarinn sýknaði Iaquinta af ákæru um að tengjast mafíunni, en faðir hans var fundinn sekur var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar. Alls voru rúmlega 120 manns fundnir sekir í málinu, að því er fram kemur í grein BBC.Kom vopnum í hendur föður síns Vincenzo Iaquinta var þó fundinn sekur um að hafa komið tveimur skotvopnum í hendur föður síns með ólöglegum hætti, en dómari hafði áður, í öðru máli, bannað Iaquinta eldri að vera með skotvopn í sinni vörslu. „Fáránlegt! Skömm!“ hrópuðu þeir feðgar þegar dómarinn kvað upp sinn dóm. Lög á Ítalíu kveða á um að sakborningar geti áfrýjað í tvígang áður en dómur er staðfestur. Reuters greinir frá því að ólíklegt sé að Iaquinta yngri komi til með að þurfa að afplána dóminn.Sex þúsund liðsmenn Bandaríska alríkislögreglan FBI áætlar að liðsmenn 'Ndrangheta-mafíunnar, sem er starfandi í Calabria, einu fátækasta héraði Ítalíu, séu um sex þúsund talsins. Framherjinn Iaquinta sló í gegn með liði Udinese þar sem hann spilaði á árunum 2000 til 2007. Þá gekk hann til liðs við Juventus þar sem hann spilaði til ársins 2013. Hann spilaði alls fjörutíu leiki með ítalska landsliðinu og skoraði í þeim sex mörk. Hann kom inn á sem vara maður í úrslitaleik Ítalíu og Frakka á HM 2006. Ítalía Ítalski boltinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Dómstóll á Ítalíu hefur dæmt knattspyrnumanninn Vincenzo Iaquinta í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn skotvopnalögum í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Iaquinta spilaði meðal annars með stórliði Juventus og var í heimsmeistaraliði Ítalíu árið 2006. Hinn 38 ára Iaquinta var í hópi 148 manna sem réttað var yfir en sakborningar voru ákærðir fyrir tengsl við 'Ndrangheta-mafíuna. Dómarinn sýknaði Iaquinta af ákæru um að tengjast mafíunni, en faðir hans var fundinn sekur var dæmdur til nítján ára fangelsisvistar. Alls voru rúmlega 120 manns fundnir sekir í málinu, að því er fram kemur í grein BBC.Kom vopnum í hendur föður síns Vincenzo Iaquinta var þó fundinn sekur um að hafa komið tveimur skotvopnum í hendur föður síns með ólöglegum hætti, en dómari hafði áður, í öðru máli, bannað Iaquinta eldri að vera með skotvopn í sinni vörslu. „Fáránlegt! Skömm!“ hrópuðu þeir feðgar þegar dómarinn kvað upp sinn dóm. Lög á Ítalíu kveða á um að sakborningar geti áfrýjað í tvígang áður en dómur er staðfestur. Reuters greinir frá því að ólíklegt sé að Iaquinta yngri komi til með að þurfa að afplána dóminn.Sex þúsund liðsmenn Bandaríska alríkislögreglan FBI áætlar að liðsmenn 'Ndrangheta-mafíunnar, sem er starfandi í Calabria, einu fátækasta héraði Ítalíu, séu um sex þúsund talsins. Framherjinn Iaquinta sló í gegn með liði Udinese þar sem hann spilaði á árunum 2000 til 2007. Þá gekk hann til liðs við Juventus þar sem hann spilaði til ársins 2013. Hann spilaði alls fjörutíu leiki með ítalska landsliðinu og skoraði í þeim sex mörk. Hann kom inn á sem vara maður í úrslitaleik Ítalíu og Frakka á HM 2006.
Ítalía Ítalski boltinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira