Skrásetur stundir í Kling og Bang Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. október 2018 10:00 Sara Riel leyfir hendinni að ráða ferð. Mynd/Lilja Birgisdóttir Sara Riel opnar í dag sýningu sína Sjálfvirk/Automatic í Kling og Bang. Sara sýnir teikningar, málverk og skúlptúra, auk þess sem hún verður með daglegan gjörning í rýminu og gefur út bók tengda sýningunni. Hún segir sýninguna vera flókna og viðamikla og hafa verið í maríneringu í tæp þrjú ár. Sara notast við aðferð tengda sjálfvirkum skrifum (e. automatic writing), bragð sem súrrealistarnir gerðu frægt á sínum tíma. Hún segir að ferlið sem hafi leitt hana að þessari aðferð hafi byrjað þegar hún hélt sýninguna Memento Mori – Náttúrugripasafn í Listasafni Íslands árið 2016. Þar skoðaði hún raunheiminn, flokkaði og endurraðaði. Eftir að hafa klárað náttúruna færðist áhugi hennar yfir á geometríu og úr varð sýningin onetonine. Þar með hafði hún fært sig úr þessu fígúrítíva og yfir í óhlutbundnari pælingar. „Eftir þá sýningu gaf bakið sig – ég var með brjósklos og gat ekki labbað, gat ekki sofið. Ég fékk innlögn á Heilsustofnun í Hveragerði. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er því sú að ég tel að umhverfi þitt og ástand hafi áhrif á hvað þú gerir.“ Dagskráin á Heilsustofnuninni fól í sér göngutúr þar sem Sara hlustaði mikið á hljóðbækur og meðal annars bók Kay Larson um John Cage – þar komst hún í snertingu við hugmyndir hans um að „everything goes“, láta hlutina flæða og ekki snerta við því sem kemur út úr því. Þaðan segist Sara hafa fengið þann vana sinn að setjast niður eftir göngutúrana, hlusta á tónlist og skrásetja það sem hún heyrði. „Hver plata var ein teikning. Ég er ekki að fylgja texta: ég er að fylgja melódíu eða sándi þegar ég að skrá þetta – þetta eru ekki myndskreytingar. Í gegnum þessar æfingar varð sýningin Graphic Score í Mengi til en líka þessi myndheimur, þessi lína?… þessi endalausa botnlausa lína sem ég virðist geta gripið til og gerir mér kleift að setjast niður og vera ekki ógnað af hvíta blaðinu. Það þarf að vera göngutúr, sundferð eða að ég geri þetta á morgnana – þessi orka, þar sem maður er rólegri, rólegri í líkamanum og maður getur sest niður – þá fer höndin af stað.“ Sýningin Graphic Score opnaði þessa nálgun og þennan myndheim hjá Söru sem verður sýndur nú í Kling og Bang. Síðar fór liturinn að koma inn í þetta, svo fór hún að rista teikningarnar með leiser í gler – þar gat hún farið að varpa skuggum. Einnig verður hún sjálf teiknandi á sýningunni á hverjum degi. „Þegar þú kemur inn á sýninguna er þar borð og stóll – þar teikna ég. Það er í rauninni það fyrsta sem þú sérð. Þarna verð ég alla daga frá 12-15 að teikna, nema sunnudaga. Það verður allt tekið upp og sú stund spiluð á „playback“ þar til ég geri næstu „session“. Því verður svo varpað inn í rýmið.“ Verkin á sýningunni eru óhlutbundin en Sara segir þau þó vera eins og skýin sem fólk les gjarnan fígúratívt í. „Þetta snýst um að koma upp úr djúpinu einhverjum tilfinningum eða skrásetja þessar stundir sem ég á. Öll verkin heita Stundir með 0.3 teiknipenna eða Stundir með fimm litum og grafít. Ég vil heldur ekki segja áhorfandanum hvað hann á að hugsa – þetta er skrásetning á einhverri stund sem ég á með þessum efnum, í þessu ástandi og út úr því kemur það sem kemur. Narratívan er teikniæfingar, hin daglega iðkun og skrásetning á þessum stundum – vonandi er það endurvörpun á minni tilveru, eða minni sál, því það er það eina sem ég hef upp á að bjóða.“ Bókin skrásetur öll verkin á sýningunni og er 158 blaðsíður. Sara hannaði bókina ásamt Ármanni Árnasyni og Kristín Eiríksdóttir rithöfundur sér um textann. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 17. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sara Riel opnar í dag sýningu sína Sjálfvirk/Automatic í Kling og Bang. Sara sýnir teikningar, málverk og skúlptúra, auk þess sem hún verður með daglegan gjörning í rýminu og gefur út bók tengda sýningunni. Hún segir sýninguna vera flókna og viðamikla og hafa verið í maríneringu í tæp þrjú ár. Sara notast við aðferð tengda sjálfvirkum skrifum (e. automatic writing), bragð sem súrrealistarnir gerðu frægt á sínum tíma. Hún segir að ferlið sem hafi leitt hana að þessari aðferð hafi byrjað þegar hún hélt sýninguna Memento Mori – Náttúrugripasafn í Listasafni Íslands árið 2016. Þar skoðaði hún raunheiminn, flokkaði og endurraðaði. Eftir að hafa klárað náttúruna færðist áhugi hennar yfir á geometríu og úr varð sýningin onetonine. Þar með hafði hún fært sig úr þessu fígúrítíva og yfir í óhlutbundnari pælingar. „Eftir þá sýningu gaf bakið sig – ég var með brjósklos og gat ekki labbað, gat ekki sofið. Ég fékk innlögn á Heilsustofnun í Hveragerði. Ástæðan fyrir því að ég segi frá þessu er því sú að ég tel að umhverfi þitt og ástand hafi áhrif á hvað þú gerir.“ Dagskráin á Heilsustofnuninni fól í sér göngutúr þar sem Sara hlustaði mikið á hljóðbækur og meðal annars bók Kay Larson um John Cage – þar komst hún í snertingu við hugmyndir hans um að „everything goes“, láta hlutina flæða og ekki snerta við því sem kemur út úr því. Þaðan segist Sara hafa fengið þann vana sinn að setjast niður eftir göngutúrana, hlusta á tónlist og skrásetja það sem hún heyrði. „Hver plata var ein teikning. Ég er ekki að fylgja texta: ég er að fylgja melódíu eða sándi þegar ég að skrá þetta – þetta eru ekki myndskreytingar. Í gegnum þessar æfingar varð sýningin Graphic Score í Mengi til en líka þessi myndheimur, þessi lína?… þessi endalausa botnlausa lína sem ég virðist geta gripið til og gerir mér kleift að setjast niður og vera ekki ógnað af hvíta blaðinu. Það þarf að vera göngutúr, sundferð eða að ég geri þetta á morgnana – þessi orka, þar sem maður er rólegri, rólegri í líkamanum og maður getur sest niður – þá fer höndin af stað.“ Sýningin Graphic Score opnaði þessa nálgun og þennan myndheim hjá Söru sem verður sýndur nú í Kling og Bang. Síðar fór liturinn að koma inn í þetta, svo fór hún að rista teikningarnar með leiser í gler – þar gat hún farið að varpa skuggum. Einnig verður hún sjálf teiknandi á sýningunni á hverjum degi. „Þegar þú kemur inn á sýninguna er þar borð og stóll – þar teikna ég. Það er í rauninni það fyrsta sem þú sérð. Þarna verð ég alla daga frá 12-15 að teikna, nema sunnudaga. Það verður allt tekið upp og sú stund spiluð á „playback“ þar til ég geri næstu „session“. Því verður svo varpað inn í rýmið.“ Verkin á sýningunni eru óhlutbundin en Sara segir þau þó vera eins og skýin sem fólk les gjarnan fígúratívt í. „Þetta snýst um að koma upp úr djúpinu einhverjum tilfinningum eða skrásetja þessar stundir sem ég á. Öll verkin heita Stundir með 0.3 teiknipenna eða Stundir með fimm litum og grafít. Ég vil heldur ekki segja áhorfandanum hvað hann á að hugsa – þetta er skrásetning á einhverri stund sem ég á með þessum efnum, í þessu ástandi og út úr því kemur það sem kemur. Narratívan er teikniæfingar, hin daglega iðkun og skrásetning á þessum stundum – vonandi er það endurvörpun á minni tilveru, eða minni sál, því það er það eina sem ég hef upp á að bjóða.“ Bókin skrásetur öll verkin á sýningunni og er 158 blaðsíður. Sara hannaði bókina ásamt Ármanni Árnasyni og Kristín Eiríksdóttir rithöfundur sér um textann. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 17.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira