Saga sem er eins og lífið sjálft 20. október 2018 11:00 „Ég vona að sagan sé dálítið eins og lífið sjálft,“ segir Sally. Fréttablaðið/Ernir Árið 2014 kom út í íslenskri þýðingu bók Sally Magnússon Handan minninga en þar sagði hún sögu móður sinnar, blaðakonunnar Mamie Baird, sem þjáðist af heilabilun síðustu árin. Nú er komin út í íslenskri þýðingu fyrsta skáldsaga Sally, Sagnaseiður. Aðalpersónan er Ásta Þorsteinsdóttir sem var í hópi þeirra Íslendinga sem rænt var í Tyrkjaráninu árið 1627. Sally tileinkar skáldsöguna Vigdísi Finnbogadóttur sem hún segir vera kæra vinkonu til margra ára. Sally er eins og kunnugt er dóttir Magnúsar Magnússonar sem var vinsæll sjónvarpsmaður í Bretlandi. Sjálf er Sally þekkt fjölmiðlakona.Hin mannlega þjáning Spurð um tilurð skáldsögunnar segir Sally: „Handan minninga gekk mjög vel og eftir það bað útgáfustjóri minn mig um að skrifa aðra bók. Hún spurði mig hvaða sögu ég vildi segja næst og það var ekkert sem brann á mér. Á sama tíma hafði ég verið að lesa Reisubók Ólafs Egilssonar á ensku en þar segir hann frá Tyrkjaráninu. Hin mannlega þjáning sem þar var lýst snerti mig mjög. Ég sagði útgefanda mínum frá þessari sögu og hún sagði að þarna væri söguefnið komið. Ég sagði að vandamálið væri að til væru miklar heimildir um ránið sjálft en eftir það væri vitneskja takmörkuð. Ég vildi ekki skrifa sagnfræðilegt verk þar sem ég yrði að eyða miklum tíma á bókasafni við að grafa uppi staðreyndir um þennan tíma. Hún sagði: Þú gætir skapað skáldsögu úr þessu.“Frelsi til að skálda Spurð hvað sé vitað um Ástu Þorsteinsdóttur segir Sally: „Ásta var eiginkona Ólafs Egilssonar, sem var annar prestanna á Heimaey. Þau áttu fjögur börn, það yngsta fæddist á þrælaskipinu. Það hlýtur að hafa verið skelfilegt að ala barn við þessar aðstæður. Þegar þau komu til Alsír var fjölskyldunni sundrað. Ólafur var síðan sendur til Kaupmannahafnar til að innheimta lausnargjald frá konungi sem hann fékk ekki. Tíu árum eftir ránið sneri Ásta aftur til Íslands ásamt nokkrum öðrum Íslendingum eftir að lausnargjald hafði verið greitt fyrir þau. Þarna er sterkur sögulegur rammi en ekki svo nákvæmur að ómögulegt sé að skálda inn í hann. Mín regla er að skálda ekki þegar sögulegar staðreyndir eru til staðar, en það er ekki mikið vitað um Ástu Þorsteinsdóttur. Ég hafði því frelsi til að skálda og ímynda mér hugsanir hennar. Ólafur segir í bók sinni að rúmlega þrjátíu einstaklingar hafi legið í kirkjugarðinum einungis nokkrum vikum eftir komuna til Alsír. Veikindi og harðræði gerðu út af við fólk. Aðrir fundu leiðir til að lifa af í nýjum aðstæðum. Þar á meðal var Anna Jasparsdóttir sem giftist Máranum sem var eigandi hennar. Sagnaseiður er saga einnar manneskju sem lýsir samt aðstæðum svo margra. Ég vona að sagan sé dálítið eins og lífið sjálft. Skilaboð þessarar skáldsögu eru að manneskjur hafa á öllum tímum gert hræðilega hluti. Margt í þessari bók kallast á við flóttamannastraum samtímans. Við sjáum Sýrlendinga setjast að á nýjum stöðum sem þeir vildu helst ekki vera á og reyna að aðlagast í hræðilegum aðstæðum. Hins vegar er það svo líka áhugavert að í hópi þeirra Íslendinga sem rænt var voru einstaklingar sem kusu að vera áfram í Alsír og áttu þar betra líf en áður á Íslandi.“ Sally vinnur nú að annarri skáldsögu sem gerist á miðri 19. öld í Skotlandi. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Árið 2014 kom út í íslenskri þýðingu bók Sally Magnússon Handan minninga en þar sagði hún sögu móður sinnar, blaðakonunnar Mamie Baird, sem þjáðist af heilabilun síðustu árin. Nú er komin út í íslenskri þýðingu fyrsta skáldsaga Sally, Sagnaseiður. Aðalpersónan er Ásta Þorsteinsdóttir sem var í hópi þeirra Íslendinga sem rænt var í Tyrkjaráninu árið 1627. Sally tileinkar skáldsöguna Vigdísi Finnbogadóttur sem hún segir vera kæra vinkonu til margra ára. Sally er eins og kunnugt er dóttir Magnúsar Magnússonar sem var vinsæll sjónvarpsmaður í Bretlandi. Sjálf er Sally þekkt fjölmiðlakona.Hin mannlega þjáning Spurð um tilurð skáldsögunnar segir Sally: „Handan minninga gekk mjög vel og eftir það bað útgáfustjóri minn mig um að skrifa aðra bók. Hún spurði mig hvaða sögu ég vildi segja næst og það var ekkert sem brann á mér. Á sama tíma hafði ég verið að lesa Reisubók Ólafs Egilssonar á ensku en þar segir hann frá Tyrkjaráninu. Hin mannlega þjáning sem þar var lýst snerti mig mjög. Ég sagði útgefanda mínum frá þessari sögu og hún sagði að þarna væri söguefnið komið. Ég sagði að vandamálið væri að til væru miklar heimildir um ránið sjálft en eftir það væri vitneskja takmörkuð. Ég vildi ekki skrifa sagnfræðilegt verk þar sem ég yrði að eyða miklum tíma á bókasafni við að grafa uppi staðreyndir um þennan tíma. Hún sagði: Þú gætir skapað skáldsögu úr þessu.“Frelsi til að skálda Spurð hvað sé vitað um Ástu Þorsteinsdóttur segir Sally: „Ásta var eiginkona Ólafs Egilssonar, sem var annar prestanna á Heimaey. Þau áttu fjögur börn, það yngsta fæddist á þrælaskipinu. Það hlýtur að hafa verið skelfilegt að ala barn við þessar aðstæður. Þegar þau komu til Alsír var fjölskyldunni sundrað. Ólafur var síðan sendur til Kaupmannahafnar til að innheimta lausnargjald frá konungi sem hann fékk ekki. Tíu árum eftir ránið sneri Ásta aftur til Íslands ásamt nokkrum öðrum Íslendingum eftir að lausnargjald hafði verið greitt fyrir þau. Þarna er sterkur sögulegur rammi en ekki svo nákvæmur að ómögulegt sé að skálda inn í hann. Mín regla er að skálda ekki þegar sögulegar staðreyndir eru til staðar, en það er ekki mikið vitað um Ástu Þorsteinsdóttur. Ég hafði því frelsi til að skálda og ímynda mér hugsanir hennar. Ólafur segir í bók sinni að rúmlega þrjátíu einstaklingar hafi legið í kirkjugarðinum einungis nokkrum vikum eftir komuna til Alsír. Veikindi og harðræði gerðu út af við fólk. Aðrir fundu leiðir til að lifa af í nýjum aðstæðum. Þar á meðal var Anna Jasparsdóttir sem giftist Máranum sem var eigandi hennar. Sagnaseiður er saga einnar manneskju sem lýsir samt aðstæðum svo margra. Ég vona að sagan sé dálítið eins og lífið sjálft. Skilaboð þessarar skáldsögu eru að manneskjur hafa á öllum tímum gert hræðilega hluti. Margt í þessari bók kallast á við flóttamannastraum samtímans. Við sjáum Sýrlendinga setjast að á nýjum stöðum sem þeir vildu helst ekki vera á og reyna að aðlagast í hræðilegum aðstæðum. Hins vegar er það svo líka áhugavert að í hópi þeirra Íslendinga sem rænt var voru einstaklingar sem kusu að vera áfram í Alsír og áttu þar betra líf en áður á Íslandi.“ Sally vinnur nú að annarri skáldsögu sem gerist á miðri 19. öld í Skotlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira