Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 11:30 Hér má sjá flugferil vélarinnar í aðdraganda lendingarinnar. Mynd/Flightradar24/Harrison Hove Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08