Gaddavír, rafmagnsgirðing, hreyfiskynjarar og öryggisverðir allan sólarhringinn gæta Ikea-geitarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 14:30 IKEA-geithafurinn kominn á lappir í Kauptúni. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega. IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Það eru engir sénsar teknir með hina víðfrægu Ikea-geit sem nýlega var sett upp fyrir utan Ikea-verslunina í Garðabæ. Geitin er þekkt skotmark brennuvarga en framkvæmdastjóri Ikea er tilbúinn að ganga ansi langt til þess að vernda geitina. „Við erum með gaddavírsgirðingar, rafmagnsgirðingar og svo erum við með verði allan sólarhringinn við girðinguna,“ sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea í samtali við strákana í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Ekki nóg með það þá hafa einnig verið settir upp hreyfiskynjarar til þess að koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar geti nálgast geitina sem sett er upp fyrir hver jól. En hvað gerist ef einhver labbar í veg fyrir skynjarann? „Þá er þetta svolítið eins og í bíómyndunum. Þá kemur myndavél sem snýst beint að þér. Þetta er eins og í Tomma og Jenna,“ sagði Þórarinn.Algeng sjón á árum áður.Þekkt skotmark Líkt og komið hefur fram í fréttum undanfarin ár hefur ítrekað verið kveikt í geitinni, síðast árið 2016 en þá upphófst æsilegur eltingarleikur sem endaði með því að brennuvargarnir voru handteknir. Þá hefur einnig komið fyrir að kviknað hafi í geitinni af sjálfsdáðum. Það gerðist árið 2015 þegar kviknaði í henni út frá ljósaseríum sem voru á henni.Geitin á ættir sínar að rekja til Svíþjóðar og var nefnd í höfuðið á bænum Gävle, þar sem hún var fyrst reist á aðaltorgi bæjarinar árið 1966. Örlög hennar þar í landi eru oftar en ekki þau sömu og á Íslandi en þar hefur hún verið eyðilögð allt að fjörutíu sinnum. Ikea-geitin íslenska er smíðuð hér á landi og er rúmir sex metrar á hæð og nokkur tonn að þyngd og hefur hún stækkað að umfangi frá því fyrst var. Eftir því sem hún hefur stækkað hefur öryggisgæslan aukist enda segir Þórarinn að eðlilegt sé að menn kosti meiru til þegar verðmætin séu orðin töluverð en dýrt sé að setja upp svo stóra geit. Hlusta má á viðtalið við Þórarinn í heild sinni hér að neðan. Í því er hann meðal annars beðinn um að gefa álit sitt á þremur mismunandi leiðum til þess að kveikja í geitinni. Athygli skal þó vakin á því að svör Þórarins við spurningunum þremur eru „algjört bull“ líkt og hann komst að orði í samtali við Vísi og því skal ekki taka svörum hans við þeim bókstaflega.
IKEA Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Fleiri fréttir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Sjá meira
Geitin komin á sinn stað IKEA-geithafurinn, óformlegur boðberi jólahátíðarinnar, er kominn á sinn stað við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. 18. október 2018 06:00
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26