Hefur fengið nóg af fjölmiðlum sem bendla starfskonur við hann í rómantísku samhengi Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2018 13:54 Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne. Vísir/Getty Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Liam Payne er kominn með nóg af því að slúðurpressan slái því upp að eitthvað sé á milli hans og kvenna sem vinna fyrir hann. Payne þessi er 25 ára gamall og sló fyrst í gegn sem meðlimur strákasveitarinnar One Direction. Sú sveit átti mikilli velgengni að fagna, gaf út fimm plötur og fór í fjórar tónleikaferðir um heiminn ásamt því að vinna til fjölda verðlauna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að gera hlé á störfum sveitarinnar um óákveðinn tíma árið 2016. Payne hefur getið sér gott orð sem framleiðandi undir listamannsnöfnunum Big Payno og Payno og hefur átt nokkurri velgengni að fagna sem sólólistamaður en lagið Strip That Down náði þriðja sæti á breska vinsældalistanum í fyrra. Hann var lengi vel í sambandi með söngkonunni Cheryl Cole og eignuðust þau son saman í fyrra en tilkynntu í júlí síðastliðnum að þau hefðu slitið samvistum.Breska dagblaðið The Daily Mail sló því upp um helgina að Payne hefði sést fara inn á Rosewood hótelið í London í fylgd óþekktrar konu. Payne var ansi ósáttur við þess frétt en hann sagði umrædda konu hluta af starfsliði hans og ekki eiga skilið slíka meðferð. „Er ekki kominn tími á að koma fram við konur af meiri virðingu?“ spyr Payne á Twitter.https://t.co/pK43KBQVJV My team is full of talented, smart professional women. I find it wrong that they are reduced to being linked to me romantically in the press just for simply standing next to me. Isn't it time we treat women with a bit more respect?— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018 Hann segir fjölmiðla hafa gert þetta við hverja einustu konu sem hefur unnið fyrir hann. „Þetta er svo lítillækkandi fyrir þær. Sumar eru í samböndum og þetta flækir starfsumhverfið þegar þetta er gert við þær. Mál að linni,“ skrifar Payne.So far the press have done this with every female member of my staff it's demeaning some are in relationships and it complicates there work environment when they do this to them ... I think it stops here— Liam (@LiamPayne) October 21, 2018
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira