Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 11:17 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann. Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37