Á flótta í traktor í níu daga | Ótrúleg saga leikmanns sem mætir Liverpool Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 11:30 Lífshlaup flóttamannsins Degenek er ótrúlegt en nú er hann kominn í Meistaradeildina. vísir/getty Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira