Segir fólk fá lægri greiðslur úr lífeyrissjóðum þar sem konur eru í meirihluta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2018 19:00 Eftirlaunagreiðslur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægri en hjá þeim sem greiða í sjóði þar sem kynjahlutföllin eru jafnari. Kynjaskipting milli lífeyrissjóða hér á landi er mjög ólík en hún skiptir miklu máli fyrir eftirlaunagreiðslur sjóðsfélaga. Skýr dæmi um þetta eru sjóðir eins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga þar sem konur eru langflestar og síðan sjóðir eins og Eftirlaunasjóður FÍA og Lífsverk þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands gerði. „Hóparnir sem standa að baki hverjum lífeyrissjóði eru mjög ólíkir. Sumir eru fyrst og fremst að þjóna konum og aðrir körlum. Þá er líka mismunandi örorkutíðni milli sjóða. Þetta hefur áhrif á eftirlaunagreiðslur ásamt ávöxtun sjóðanna. Þannig að það er ekki eins gott að vera í sjóðum sem eru með mjög langlífa sjóðsfélaga,“ segir Gylfi. Sem á frekar við um konur sem lifa að meðaltali um tveimur árum lengur en karlar. Gylfi segir að karl sem greiðir í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta fái þannig lægri greiðslur en ella. „Hann dregur eiginlega svarta Pétur. Að öðru jöfnu ætti hann að fá lægri lífeyri en karl sem greiðir í sjóð þar sem eru fyrst og fremst karlar,“ segir Gylfi. Hann segir að oft hafi fólk hafi ekki val um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. En hvað á að hafa í huga geti fólk valið? „Það getur verið skynsamlegt að veðja á sjóð þar sem sjóðsfélagar eru ekki mjög langlífir, eins kaldrannalegt og það hljómar. Þá er gott að geta dreift greiðslum á nokkra sjóði og dreifa þannig áhættu,“ segir Gylfi að lokum. Lífeyrissjóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Eftirlaunagreiðslur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægri en hjá þeim sem greiða í sjóði þar sem kynjahlutföllin eru jafnari. Kynjaskipting milli lífeyrissjóða hér á landi er mjög ólík en hún skiptir miklu máli fyrir eftirlaunagreiðslur sjóðsfélaga. Skýr dæmi um þetta eru sjóðir eins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga þar sem konur eru langflestar og síðan sjóðir eins og Eftirlaunasjóður FÍA og Lífsverk þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands gerði. „Hóparnir sem standa að baki hverjum lífeyrissjóði eru mjög ólíkir. Sumir eru fyrst og fremst að þjóna konum og aðrir körlum. Þá er líka mismunandi örorkutíðni milli sjóða. Þetta hefur áhrif á eftirlaunagreiðslur ásamt ávöxtun sjóðanna. Þannig að það er ekki eins gott að vera í sjóðum sem eru með mjög langlífa sjóðsfélaga,“ segir Gylfi. Sem á frekar við um konur sem lifa að meðaltali um tveimur árum lengur en karlar. Gylfi segir að karl sem greiðir í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta fái þannig lægri greiðslur en ella. „Hann dregur eiginlega svarta Pétur. Að öðru jöfnu ætti hann að fá lægri lífeyri en karl sem greiðir í sjóð þar sem eru fyrst og fremst karlar,“ segir Gylfi. Hann segir að oft hafi fólk hafi ekki val um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. En hvað á að hafa í huga geti fólk valið? „Það getur verið skynsamlegt að veðja á sjóð þar sem sjóðsfélagar eru ekki mjög langlífir, eins kaldrannalegt og það hljómar. Þá er gott að geta dreift greiðslum á nokkra sjóði og dreifa þannig áhættu,“ segir Gylfi að lokum.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira