Kostnaður borgarinnar við móttökur kominn í tíu milljónir Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2018 15:08 Kolbrún vill minna á að meðan gert er vel við útvalda í ýmsum veislum sé fólk í borginni sem á vart til hnífs né skeiðar. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í borgarstjórn, segir að á fáum mánuðum séu dæmi um að borgin hafi boðið til á annan tug móttaka. „Sem ætlaðar eru skilgreindum, stundum þröngum, jafnvel elítuhópum. Allt er þetta greitt af almannafé.“ Kolbrúnu tekur það fram að sjálf hafi hún aldrei sótt slíka viðburði. Henni hefur nú borist svar við fyrirspurn sinni sem lýtur að kostnaði borgarinnar við móttökur og aðra hátíðarviðburði á vegum borgarinnar.Kostnaðurinn sundurliðaður2017Veitingar kr. 8.764.319,00 Vínföng kr. 2.484.462,00 Listafólk kr. 994.500,00 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 4.293.072,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 1.506.636 Annar tilfallandi kostnaður kr. 1.868.155Samtals kr. 19.911.144 Það sem af er 2018Veitingar kr. 5.205.546,00 Vínföng kr. 1.060.879,00 Listafólk kr. 711.638 Önnur aðkeypt vinna/framreiðsla kr. 2.574.546,00 Gjafir, blóm og skreytingar kr. 428.214,00 Annar tilfallandi kostnaður kr. 105.154Samtals kr. 10.085.977Kolbrún segir að af þessu megi sjá að á síðasta ári hafi 20 milljónir króna varið í alls kyns viðburði, veislur og móttökur. Tæpum 9 milljónum var varið í veitingar og 2.5 milljónum í vínföng. Önnur aðkeypt þjónusta eru rúma 4 milljónir. Börn búa við fátækt meðan mulið er undir útvalda Kolbrún segist vissulega gera sér grein fyrir því að mikilvægt sé að borgin komi að ýmsum viðburðum og hátíðum svo sem Barnamenningarhátíð, hátíðum og viðburðum ætlaða borgarbúum og hinum almenna starfsmanni borgarinnar. „Hins vegar er ljóst að hér er um mikla peninga að ræða sem að hluta til er að fara í móttökur ætlaðar þröngum hópi, einhverjum útvöldum,“ segir Kolbrún. Hún vill minna á, í því samhengi, að í borginni býr fólk sem á vart til hnífs og skeiðar. „Í borginni eru um 500 börn sem samkvæmt skilgreiningu eru fátæk. Þessi hópur sem oft er ekki háværasti hópurinn í borginni, honum er ekki boðið í fínar móttökur á vegum borgarstjóra sem greiddar eru af almannafé. Þegar kemur að kostnaði sem þessum hlýtur það að vera skylda borgarmeirihlutans að velta við hverjum steini.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Borgin hafnar því að reglur hafi verið brotnar vegna veislu FKA Veislan fyrir konur í atvinnulífinu kostaði borgina 350 þúsund krónur. 11. september 2018 12:00