Myglað hús með ónýtu þaki og „mjög miklum músagangi“ falt á níu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2018 08:49 Húsið stendur á leigulóð sem telur 900 fermetra. Íbúðalánasjóður hefur til sölu fjögurra herbergja einbýlishús að Búðum í Grindavík, sem óhætt er að segja að sé að hruni komið. Uppsett verð á húsinu er níu milljónir en það státar af „mikilli myglu í herbergjum“, „mjög miklum músagangi“ og ónýtu gólfefni, að því er fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis. Húsið er byggt árið 1928 og stendur á 900 fermetra lóð en ekki liggur þó fyrir hversu stórt það er. Eigninni er lýst ítarlega í áðurnefndri fasteignaauglýsingu og ljóst er að nýir eigendur þurfa að leggja nokkuð í endurbætur á húsinu, hyggi þeir á búsetu þar. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að mygla sé í veggjum hússins og þá er mörgum hlutum þess lýst sem „lélegum“. Í húsinu má til að mynda finna lélegan fataskáp, mjög lélega eldhúsinnréttingu, lélegan viðarstiga, lélega innveggi og lélega gluggakarma. Þá er einnig „mikil mygla í herbergjum“ og ástand eignarinnar almennt sagt „mjög slæmt“. „Lagnir eru ónytar, endurnýja þarf alla ofna í húsinu. Loftaefni þarfnast endurnýjunar . Baðherbergi þarfnast mikils viðhalds/endurnýjunar. Eldhús þarfnast mikils viðhalds. Öll blöndunartæki eru biluð. Allar innréttingar þarf að endurnýja. Gólfefni eru ónýt. Gólfið er mishæðótt, mikill gólfhalli. Viðarstigi milli hæða er lélegur. Innveggir eru mjög lélegu ástandi. Mjög mikill músagangur er í eigninni,“ segir í auglýsingu. Þá leka þak, gluggar og veggir hússins auk þess sem ekki er þekkt hvernig fráveitu er fyrirkomið, eða hvort rotþró sé til staðar. „ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja,“ segir að endingu í fasteignaauglýsingunni. Myndir af eigninni má skoða hér að neðan.Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, að því er segir í fasteignaauglýsingunni.Viðarstigi milli hæða er lélegur.Ef nýta á húsið til búsetu þarf eignin mjög mikla endurgerð eða endurbyggingu, að því er segir í fasteignaauglýsingu.Útidyrahurð hússins er léleg.Myglu og músagangs gætir í eigninni. Hús og heimili Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Íbúðalánasjóður hefur til sölu fjögurra herbergja einbýlishús að Búðum í Grindavík, sem óhætt er að segja að sé að hruni komið. Uppsett verð á húsinu er níu milljónir en það státar af „mikilli myglu í herbergjum“, „mjög miklum músagangi“ og ónýtu gólfefni, að því er fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis. Húsið er byggt árið 1928 og stendur á 900 fermetra lóð en ekki liggur þó fyrir hversu stórt það er. Eigninni er lýst ítarlega í áðurnefndri fasteignaauglýsingu og ljóst er að nýir eigendur þurfa að leggja nokkuð í endurbætur á húsinu, hyggi þeir á búsetu þar. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að mygla sé í veggjum hússins og þá er mörgum hlutum þess lýst sem „lélegum“. Í húsinu má til að mynda finna lélegan fataskáp, mjög lélega eldhúsinnréttingu, lélegan viðarstiga, lélega innveggi og lélega gluggakarma. Þá er einnig „mikil mygla í herbergjum“ og ástand eignarinnar almennt sagt „mjög slæmt“. „Lagnir eru ónytar, endurnýja þarf alla ofna í húsinu. Loftaefni þarfnast endurnýjunar . Baðherbergi þarfnast mikils viðhalds/endurnýjunar. Eldhús þarfnast mikils viðhalds. Öll blöndunartæki eru biluð. Allar innréttingar þarf að endurnýja. Gólfefni eru ónýt. Gólfið er mishæðótt, mikill gólfhalli. Viðarstigi milli hæða er lélegur. Innveggir eru mjög lélegu ástandi. Mjög mikill músagangur er í eigninni,“ segir í auglýsingu. Þá leka þak, gluggar og veggir hússins auk þess sem ekki er þekkt hvernig fráveitu er fyrirkomið, eða hvort rotþró sé til staðar. „ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja,“ segir að endingu í fasteignaauglýsingunni. Myndir af eigninni má skoða hér að neðan.Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, að því er segir í fasteignaauglýsingunni.Viðarstigi milli hæða er lélegur.Ef nýta á húsið til búsetu þarf eignin mjög mikla endurgerð eða endurbyggingu, að því er segir í fasteignaauglýsingu.Útidyrahurð hússins er léleg.Myglu og músagangs gætir í eigninni.
Hús og heimili Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira