Myglað hús með ónýtu þaki og „mjög miklum músagangi“ falt á níu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2018 08:49 Húsið stendur á leigulóð sem telur 900 fermetra. Íbúðalánasjóður hefur til sölu fjögurra herbergja einbýlishús að Búðum í Grindavík, sem óhætt er að segja að sé að hruni komið. Uppsett verð á húsinu er níu milljónir en það státar af „mikilli myglu í herbergjum“, „mjög miklum músagangi“ og ónýtu gólfefni, að því er fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis. Húsið er byggt árið 1928 og stendur á 900 fermetra lóð en ekki liggur þó fyrir hversu stórt það er. Eigninni er lýst ítarlega í áðurnefndri fasteignaauglýsingu og ljóst er að nýir eigendur þurfa að leggja nokkuð í endurbætur á húsinu, hyggi þeir á búsetu þar. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að mygla sé í veggjum hússins og þá er mörgum hlutum þess lýst sem „lélegum“. Í húsinu má til að mynda finna lélegan fataskáp, mjög lélega eldhúsinnréttingu, lélegan viðarstiga, lélega innveggi og lélega gluggakarma. Þá er einnig „mikil mygla í herbergjum“ og ástand eignarinnar almennt sagt „mjög slæmt“. „Lagnir eru ónytar, endurnýja þarf alla ofna í húsinu. Loftaefni þarfnast endurnýjunar . Baðherbergi þarfnast mikils viðhalds/endurnýjunar. Eldhús þarfnast mikils viðhalds. Öll blöndunartæki eru biluð. Allar innréttingar þarf að endurnýja. Gólfefni eru ónýt. Gólfið er mishæðótt, mikill gólfhalli. Viðarstigi milli hæða er lélegur. Innveggir eru mjög lélegu ástandi. Mjög mikill músagangur er í eigninni,“ segir í auglýsingu. Þá leka þak, gluggar og veggir hússins auk þess sem ekki er þekkt hvernig fráveitu er fyrirkomið, eða hvort rotþró sé til staðar. „ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja,“ segir að endingu í fasteignaauglýsingunni. Myndir af eigninni má skoða hér að neðan.Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, að því er segir í fasteignaauglýsingunni.Viðarstigi milli hæða er lélegur.Ef nýta á húsið til búsetu þarf eignin mjög mikla endurgerð eða endurbyggingu, að því er segir í fasteignaauglýsingu.Útidyrahurð hússins er léleg.Myglu og músagangs gætir í eigninni. Hús og heimili Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Sjá meira
Íbúðalánasjóður hefur til sölu fjögurra herbergja einbýlishús að Búðum í Grindavík, sem óhætt er að segja að sé að hruni komið. Uppsett verð á húsinu er níu milljónir en það státar af „mikilli myglu í herbergjum“, „mjög miklum músagangi“ og ónýtu gólfefni, að því er fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis. Húsið er byggt árið 1928 og stendur á 900 fermetra lóð en ekki liggur þó fyrir hversu stórt það er. Eigninni er lýst ítarlega í áðurnefndri fasteignaauglýsingu og ljóst er að nýir eigendur þurfa að leggja nokkuð í endurbætur á húsinu, hyggi þeir á búsetu þar. Í auglýsingunni kemur m.a. fram að mygla sé í veggjum hússins og þá er mörgum hlutum þess lýst sem „lélegum“. Í húsinu má til að mynda finna lélegan fataskáp, mjög lélega eldhúsinnréttingu, lélegan viðarstiga, lélega innveggi og lélega gluggakarma. Þá er einnig „mikil mygla í herbergjum“ og ástand eignarinnar almennt sagt „mjög slæmt“. „Lagnir eru ónytar, endurnýja þarf alla ofna í húsinu. Loftaefni þarfnast endurnýjunar . Baðherbergi þarfnast mikils viðhalds/endurnýjunar. Eldhús þarfnast mikils viðhalds. Öll blöndunartæki eru biluð. Allar innréttingar þarf að endurnýja. Gólfefni eru ónýt. Gólfið er mishæðótt, mikill gólfhalli. Viðarstigi milli hæða er lélegur. Innveggir eru mjög lélegu ástandi. Mjög mikill músagangur er í eigninni,“ segir í auglýsingu. Þá leka þak, gluggar og veggir hússins auk þess sem ekki er þekkt hvernig fráveitu er fyrirkomið, eða hvort rotþró sé til staðar. „ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja,“ segir að endingu í fasteignaauglýsingunni. Myndir af eigninni má skoða hér að neðan.Yfirfara þarf ofna og ofnalagnir, að því er segir í fasteignaauglýsingunni.Viðarstigi milli hæða er lélegur.Ef nýta á húsið til búsetu þarf eignin mjög mikla endurgerð eða endurbyggingu, að því er segir í fasteignaauglýsingu.Útidyrahurð hússins er léleg.Myglu og músagangs gætir í eigninni.
Hús og heimili Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Sjá meira