Ísland ekki of lítið til að bregðast við flóttamannavandanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2018 20:30 Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum. Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum.
Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira