„Ætlaði ekki ætla að velja mig í næsta leik en sagði svo að Gareth hafi hringt“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. október 2018 09:00 Mount á æfingu með enska landsliðinu. vísir/getty Það kom einhverjum á óvart að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Mason Mount, nítján ára gamla leikmann Derby, í enska landsliðshópinn fyrir komandi leiki. Mount er á mála hjá Derby en hann er á láni frá Chelsea. Hjá Derby spilar hann undir Chelsea-goðsögninni Frank Lampard og segir Mount að það hjálpi mjög mikið. „Hann hefur gefið mér fullt af ráðum og ég er bara að reyna að taka það allt inn. Þetta er langt tímabil svo ég mun læra mikið af honum. Fyrir mig að læra af leikmanni sem gerði svona vel á sínum ferli er frábært,” sagði Mount. England mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeildinni. Mount segir að Lampard hafi aðeins grínast í honum áður en hann sagði honum stóru fréttirnar. „Ég vissi það áður en hann kallaði mig á fund. Hann sat þarna með aðstoðarstjóranum, Jody Morris, og sagðist vera spá í að velja mig ekki í næsta leik. Hann sagðist ætla að gefa mér frí.” „Það var það fyrsta sem hann sagði en svo brosti hann og sagði: Nei, ég hef talað við Gareth og þú hefur verið valinn í A-landsliðið,” sagði Mount sem æfði með liðinu í fjóra daga í aðdraganda fyrir HM. „Það hefur 100% gert mig hungraðari að fá að vera aðeins í hópnum fyrir HM. Þeir eru að spila Meistaradeildarfótbolta og í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru topp, topp leikmenn í heiminum svo þetta er stórt skref.” Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira
Það kom einhverjum á óvart að Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Mason Mount, nítján ára gamla leikmann Derby, í enska landsliðshópinn fyrir komandi leiki. Mount er á mála hjá Derby en hann er á láni frá Chelsea. Hjá Derby spilar hann undir Chelsea-goðsögninni Frank Lampard og segir Mount að það hjálpi mjög mikið. „Hann hefur gefið mér fullt af ráðum og ég er bara að reyna að taka það allt inn. Þetta er langt tímabil svo ég mun læra mikið af honum. Fyrir mig að læra af leikmanni sem gerði svona vel á sínum ferli er frábært,” sagði Mount. England mætir Króatíu og Spáni í Þjóðadeildinni. Mount segir að Lampard hafi aðeins grínast í honum áður en hann sagði honum stóru fréttirnar. „Ég vissi það áður en hann kallaði mig á fund. Hann sat þarna með aðstoðarstjóranum, Jody Morris, og sagðist vera spá í að velja mig ekki í næsta leik. Hann sagðist ætla að gefa mér frí.” „Það var það fyrsta sem hann sagði en svo brosti hann og sagði: Nei, ég hef talað við Gareth og þú hefur verið valinn í A-landsliðið,” sagði Mount sem æfði með liðinu í fjóra daga í aðdraganda fyrir HM. „Það hefur 100% gert mig hungraðari að fá að vera aðeins í hópnum fyrir HM. Þeir eru að spila Meistaradeildarfótbolta og í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru topp, topp leikmenn í heiminum svo þetta er stórt skref.”
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Ekkert lið fengið færri stig en City Nunes valinn maður leiksins hjá BBC Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Úlfarnir búnir að finna manninn sem á að bjarga þeim Sendi Walker pillu: „Óskarinn fer til ...“ Segja að Alexander-Arnold hafi hafnað þremur tilboðum frá Liverpool Þórir vildi Haaland í handboltann „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Jólin verða rauð í Manchesterborg Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Sjá meira