Fyrrum landsliðsmaður Englands Kevin Keegan segir engann leikmann enska liðsins vera spennandi.
England fór fram úr væntingum flest allra á HM í sumar þegar liðið komst í undanúrslit. Englendingar töpuðu fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni fyrir Spánverjum á Wembley í september.
„Ég myndi ekki segja að neinn í enska liðinu sé sérstaklega spennandi,“ sagði Keegan við Telegraph.
„Dele Alli stundum, hann gerir stundum eitthvað. Harry Kane er spennandi á annan hátt, hann minnir mig mjög á Alan Shearer. En England þarf einhvern með smá töfra eins og Modric eða Hazard.“
„Ef einhver gæfi mér fótboltalið á morgun og gæfi mér leyfi til að kaupa hvern sem er í heiminum myndi ég velja Hazard. Hann er næsti Lionel Messi.“
England mætir Króatíu ytra í Þjóðadeildinni í kvöld.
Enski boltinn