Valdís Þóra reynir við LPGA- mótaröðina Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. október 2018 08:00 Valdís Þóra hefur varið undanförnum vikum vestan hafs til að undirbúa sig fyrir úrtökumótið. Vísir/Getty Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik á öðru stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Fer mótið fram á Plantation Golf and Country Club í bænum Venice og eru 195 kylfingar skráðir til leiks en efstu 25 kylfingarnir komast á lokastigið. Er þetta þriðja árið í röð sem Valdís reynir að komast inn á LPGA-mótaröðina og í fyrsta sinn sem hún keppir á öðru stigi. Hefur hún leikið á Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð heims, á undanförnum árum með góðum árangri en reynir nú að komast inn á þá sterkustu. Valdís hefur eytt undanförnum vikum í Bandaríkjunum til að undirbúa mótið og ekki tekið þátt í mótum á Evrópumótaröðinni enda hefur hún þegar tryggt sér þátttökurétt á næsta ári. Komist Valdís áfram fær hún þátttökurétt í þriðja og síðasta úrtökumótinu sem fram fer í lok mánaðar þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun sömuleiðis reyna að endurnýja þátttökurétt sinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur leik á öðru stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Fer mótið fram á Plantation Golf and Country Club í bænum Venice og eru 195 kylfingar skráðir til leiks en efstu 25 kylfingarnir komast á lokastigið. Er þetta þriðja árið í röð sem Valdís reynir að komast inn á LPGA-mótaröðina og í fyrsta sinn sem hún keppir á öðru stigi. Hefur hún leikið á Evrópumótaröðinni, næststerkustu mótaröð heims, á undanförnum árum með góðum árangri en reynir nú að komast inn á þá sterkustu. Valdís hefur eytt undanförnum vikum í Bandaríkjunum til að undirbúa mótið og ekki tekið þátt í mótum á Evrópumótaröðinni enda hefur hún þegar tryggt sér þátttökurétt á næsta ári. Komist Valdís áfram fær hún þátttökurétt í þriðja og síðasta úrtökumótinu sem fram fer í lok mánaðar þegar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun sömuleiðis reyna að endurnýja þátttökurétt sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira