Innlent

Kjarasamningar og hrátt kjöt í Víglínunni

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Viðræðuáætlanir fyrir komandi kjarasamninga þurfa að liggja fyrir eftir tíu daga en ljóst er að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Enda hafa þegar komið fram miklar kröfur á þau í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynnt var á miðvikudag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 í hádeginu til að ræða þessi mál, framtíð fiskeldis og nýlega svarta skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál.



Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12:20.Vísir
Þá kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í vikunni um að ekki sé heimilt að hindra innflutning á fersku kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins samkvæmt samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES). Andstæðingar innflutningsins hafa lýst yfir vonbrigðum með dóminn en aðrir telja hann til mikilla bóta fyrir íslenska neytendur.

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda eru á víglínu þessara mála og mæta í þáttinn til að ræða afleiðingar dómsins. En þingflokksformaður Miðflokksins segir að ef ekki takist að semja um undanþágur verði að semja upp á nýtt eða jafnvel segja upp EES samningnum.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×