Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. október 2018 13:36 Kolbrún segist hafa fengið ábendingar um ógnandi hegðun. Fréttablaðið/Hákon Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum staðfesti við fréttastofu að framkvæmdastjóri Félagsbústaða Auðun Freyr Ingvarsson væri hættur. Það hefði verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar Félagsbústaða og framkvæmdastjórans að hann léti af störfum. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun en stjórnin ætli að fara yfir málið í dag. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins segir að sér hafi borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða á undanförnum mánuðum. „Strax í kosningabaráttunni fór fólk að hafa samband við mig sem að sagði farir sínar ekki sléttar í sambandi við þetta fyrirtæki. Svo þegar ég var orðin borgarfulltrúi þá var mér náttúrulega ekkert að vanbúnaði og fór að koma með ýmsar tillögur og byrjaði á að biðja um rekstrarúttekt og svo tók svona hvert við af öðru, aðrar tillögur. Það var meðal annars gerð svona þjónustukönnun, svona viðhorfskönnun og fenginn óháður aðili í svona ágreiningsmálum,” segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Kolbrún segist hafa lagt fram alls fimm tillögur og fjölmargar fyrirspurnir vegna málsins á fundi borgarstjórnar. Umkvörtunarefni fólks snúist um hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða. „Það hafa verið alvarlegar ásakanir hvað varðar það. Það hefur verið dónaskapur, fólk hefur talað um að sér hafi verið ógnað. Síðan líka varðandi viðhald að fólk verið í íbúðum með raka og myglu og ekki fengið lausn sinna mála Og það eru dæmi um dómsmál og fólk sem hefur engan veginn fjárráð til þess. Það hefur einhver veginn verið þvingað inn í dómsmál,” segir Kolbrún. Hún kveðst ekki hafa fengið nein viðbrögð frá meirihlutanum í borgarstjórn og segist ekki vita hvort starfslok framkvæmdastjórans tengist þessum málum. „Það sem ég veit hins vegar er að það er góður hópur fólks sem að hefur virkilega átt um sárt að binda í samskiptum við Félagsbústaði. Ég veit það sem borgarfulltrúi að ég er búin að lemja á þarna og stundum af hörku og mér hefur þótt ég virkilega ganga á veggi,”segir Kolbrún. Heiða Björg Hilmisdóttir sagði í samtali við fréttastofu að starfslok framkvæmdastjórans tengdust ekkert tillögum eða fyrirspurnum Kolbrúnar Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum staðfesti við fréttastofu að framkvæmdastjóri Félagsbústaða Auðun Freyr Ingvarsson væri hættur. Það hefði verið sameiginleg niðurstaða nýrrar stjórnar Félagsbústaða og framkvæmdastjórans að hann léti af störfum. Von sé á yfirlýsingu vegna málsins á morgun en stjórnin ætli að fara yfir málið í dag. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins segir að sér hafi borist fjölmargar kvartanir vegna Félagsbústaða á undanförnum mánuðum. „Strax í kosningabaráttunni fór fólk að hafa samband við mig sem að sagði farir sínar ekki sléttar í sambandi við þetta fyrirtæki. Svo þegar ég var orðin borgarfulltrúi þá var mér náttúrulega ekkert að vanbúnaði og fór að koma með ýmsar tillögur og byrjaði á að biðja um rekstrarúttekt og svo tók svona hvert við af öðru, aðrar tillögur. Það var meðal annars gerð svona þjónustukönnun, svona viðhorfskönnun og fenginn óháður aðili í svona ágreiningsmálum,” segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Kolbrún segist hafa lagt fram alls fimm tillögur og fjölmargar fyrirspurnir vegna málsins á fundi borgarstjórnar. Umkvörtunarefni fólks snúist um hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða. „Það hafa verið alvarlegar ásakanir hvað varðar það. Það hefur verið dónaskapur, fólk hefur talað um að sér hafi verið ógnað. Síðan líka varðandi viðhald að fólk verið í íbúðum með raka og myglu og ekki fengið lausn sinna mála Og það eru dæmi um dómsmál og fólk sem hefur engan veginn fjárráð til þess. Það hefur einhver veginn verið þvingað inn í dómsmál,” segir Kolbrún. Hún kveðst ekki hafa fengið nein viðbrögð frá meirihlutanum í borgarstjórn og segist ekki vita hvort starfslok framkvæmdastjórans tengist þessum málum. „Það sem ég veit hins vegar er að það er góður hópur fólks sem að hefur virkilega átt um sárt að binda í samskiptum við Félagsbústaði. Ég veit það sem borgarfulltrúi að ég er búin að lemja á þarna og stundum af hörku og mér hefur þótt ég virkilega ganga á veggi,”segir Kolbrún. Heiða Björg Hilmisdóttir sagði í samtali við fréttastofu að starfslok framkvæmdastjórans tengdust ekkert tillögum eða fyrirspurnum Kolbrúnar
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira