Mikil framför í viðhorfi eftir stórslysabyrjun Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 15. október 2018 21:36 Strákarnir okkar þökkuðu stuðningsmönnum fyrir í leikslok. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén virkaði kuldalegur á hliðarlínunni í Laugardalsvelli í kvöld þar sem menn hans biðu lægri hlut 2-1 gegn Svisslendingum. Þriðja tapið í Þjóðadeildinni en þó má merkja stíganda í leik liðsins. Hann neitaði þó að honum hefði verið kalt á fundi með blaðamönnum eftir fundinn. „Ég kem frá Norður-Svíþjóð, ég er vanur kuldanum,“ sagði Hamrén og vildi einbeita sér að fótboltanum. Sem var ágætur á köflum. Eftir erfiðan stundarfjórðung gáfu okkar menn í og áttu í fullu tré við Svisslendinga út fyrri hálfleikinn. Gylfi náði að ógna einu sinni með hörkuskoti en gestirnir voru alltaf líklegir á hinum endanum þótt Hannes hefði ekki mikið að gera í markinu. „Fyrsta markið er svo mikilvægt. Ef við hefðum skorað þegar Gylfi átti skotið í fyrri hálfleik, maður veit aldrei,“ sagði Hamrén. Yvon Mvogo varði hins vegar skot Gylfa með tilþrifum. Markvörðurinn 24 ára spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss í kvöld og var öryggið uppmálað. Það var á hinum enda vallarins sem boltinn söng tvisvar í netinu um og upp úr miðjum seinni hálfleik. „Mörk skapa orku, og taka orku. Við sáum það þegar við fengum frábært mark,“ sagði Hamrén um neglu Alfreðs Finnbogasonar sem gaf íslenska liðinu von síðustu tíu mínútur leiksins. „Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu mínúturnar.“Orð að sönnu. Gestirnir björguðu á línu, skot fór hárfínt framhjá og Mvogo varði með tilþrifum. Ísland hefði vel getað stolið stigi en það gekk ekki í kvöld. „Mér líður illa fyrir hönd leikmannanna því þeir settu mikla orku í leikinn en uppskera svo lítið.“ Flestir voru á því að Hamrén væri ekki í öfundsverðu hlutverki þegar hann tók við landsliðinu. Fjórir fyrstu leikirnir gegn þremur af sterkustu þjóðum heimsins. Frammistaðan hefur þó verið upp á við. Frá 6-0 tapi í St. Gallen í 3-0 tap gegn Belgum á Laugardalsvelli og svo jafnteflið gegn Frökkum og með minnsta mun gegn Sviss í kvöld. „Við erum í A-deild af því Ísland var svo hátt á styrkleikalistanum. Núna erum við í 36. sæti. Liðin sem við spilum við eru númer eitt og átta. Það er raunsætt að við yrðum í þriðja sæti. En við viljum ekki vera raunsæir, við vildum auðvitað vera áfram í A-deild. En eftir 9-0 tap í fyrstu leikjunum var ljóst að það yrði erfitt að komast hjá neðsta sætinu. Við vildum fá stig, við vildum vinna og ég trúði að við gætum það.“En hvað finnst Hamrén um þróun liðsins frá því hann tók við? „Byrjunin var stórslys. Bæði töpuðum við 6-0 og líka hvernig við töpuðum. Það var ekki boðlegt. Eftir 3-0 gáfumst við upp og það má aldrei sem lið,“ sagði Hamrén. Þótt andstæðingarnir væru erfiðir þá fái það á sálina að tapa endurtekið. „Viðhorfinu hefur farið mjög fram og það skiptir miklu máli.“ Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Erik Hamrén virkaði kuldalegur á hliðarlínunni í Laugardalsvelli í kvöld þar sem menn hans biðu lægri hlut 2-1 gegn Svisslendingum. Þriðja tapið í Þjóðadeildinni en þó má merkja stíganda í leik liðsins. Hann neitaði þó að honum hefði verið kalt á fundi með blaðamönnum eftir fundinn. „Ég kem frá Norður-Svíþjóð, ég er vanur kuldanum,“ sagði Hamrén og vildi einbeita sér að fótboltanum. Sem var ágætur á köflum. Eftir erfiðan stundarfjórðung gáfu okkar menn í og áttu í fullu tré við Svisslendinga út fyrri hálfleikinn. Gylfi náði að ógna einu sinni með hörkuskoti en gestirnir voru alltaf líklegir á hinum endanum þótt Hannes hefði ekki mikið að gera í markinu. „Fyrsta markið er svo mikilvægt. Ef við hefðum skorað þegar Gylfi átti skotið í fyrri hálfleik, maður veit aldrei,“ sagði Hamrén. Yvon Mvogo varði hins vegar skot Gylfa með tilþrifum. Markvörðurinn 24 ára spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Sviss í kvöld og var öryggið uppmálað. Það var á hinum enda vallarins sem boltinn söng tvisvar í netinu um og upp úr miðjum seinni hálfleik. „Mörk skapa orku, og taka orku. Við sáum það þegar við fengum frábært mark,“ sagði Hamrén um neglu Alfreðs Finnbogasonar sem gaf íslenska liðinu von síðustu tíu mínútur leiksins. „Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu mínúturnar.“Orð að sönnu. Gestirnir björguðu á línu, skot fór hárfínt framhjá og Mvogo varði með tilþrifum. Ísland hefði vel getað stolið stigi en það gekk ekki í kvöld. „Mér líður illa fyrir hönd leikmannanna því þeir settu mikla orku í leikinn en uppskera svo lítið.“ Flestir voru á því að Hamrén væri ekki í öfundsverðu hlutverki þegar hann tók við landsliðinu. Fjórir fyrstu leikirnir gegn þremur af sterkustu þjóðum heimsins. Frammistaðan hefur þó verið upp á við. Frá 6-0 tapi í St. Gallen í 3-0 tap gegn Belgum á Laugardalsvelli og svo jafnteflið gegn Frökkum og með minnsta mun gegn Sviss í kvöld. „Við erum í A-deild af því Ísland var svo hátt á styrkleikalistanum. Núna erum við í 36. sæti. Liðin sem við spilum við eru númer eitt og átta. Það er raunsætt að við yrðum í þriðja sæti. En við viljum ekki vera raunsæir, við vildum auðvitað vera áfram í A-deild. En eftir 9-0 tap í fyrstu leikjunum var ljóst að það yrði erfitt að komast hjá neðsta sætinu. Við vildum fá stig, við vildum vinna og ég trúði að við gætum það.“En hvað finnst Hamrén um þróun liðsins frá því hann tók við? „Byrjunin var stórslys. Bæði töpuðum við 6-0 og líka hvernig við töpuðum. Það var ekki boðlegt. Eftir 3-0 gáfumst við upp og það má aldrei sem lið,“ sagði Hamrén. Þótt andstæðingarnir væru erfiðir þá fái það á sálina að tapa endurtekið. „Viðhorfinu hefur farið mjög fram og það skiptir miklu máli.“
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30