Hannes: Þurfum að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin Árni Jóhannsson skrifar 15. október 2018 21:41 Hannes Þór Halldórsson í leiknum í kvöld. Vísir/EPA „Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
„Það var náttúrlega fullt hægt að gera í þessum mörkum sem við fengum á okkur“, sagði markvörður Íslands, Hannes Þór Halldórsson, þegar blaðamaður Íslands ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Sviss í kvöld. „Þetta var ótrúlega svekkjandi að tapa þessu, það voru tækifæri á að vinna þennan leik og eins og Sviss voru innstilltir þá var risa séns að vinna þá. Það hefði verið stórt, eða öllu heldur mikilvægt skref, því það hefði komið okkur langt með að vera í fyrsta styrkleikaflokki fyrir EM dráttinn. Það hafðist ekki og getum við sjálfum okkur um kennt." "Við vorum allt í lagi í fyrri hálfleik og spilum illa fyrsta hálftímann í seinni hálfleik og svo sýndum við hvað í okkur býr seinustu tíu. Það er allavega mjög gott að sjá glæðurnar í liðinu og sjá hvað við getum þegar við kveikjum á okkur og það er svolítið skrýtið að við séum á svona hálfum hraða allan seinni hálfleikinn nánast“. Hannes var beðinn um að reyna að leggja mat á hvað hafi gerst á milli landsleikjahléa en eins og frægt er orðið þá fengu Íslendingar tvo skelli fyrir um mánuði síðan en sýndu betur hvað í þeim býr í þessum tveimur leikjum sem leiknir voru í október. „Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið eðlilegt landsleikjahlé og það fyrra hafi verið óeðlilegt og að við höfum aðeins fundið betur taktinn. Við töpum þessu samt í dag og við erum ekki vanir að tapa hérna á heimavelli. Það hefur kannski ekkert gerst annað en að þetta hafið verið „wake-up call“ um daginn." „Við höfum þurft að þétta raðirnar og muna eftir því sem við erum góðir í og mér fannst það hafa að mörgu leyti takast. Fyrri hálfleikurinn í dag var þéttur og flottur þar sem við vorum betri en þeir og svo náttúrlega var Frakkaleikurinn góður þannig að það er margt jákvætt í þessu landsleikjahléi og bara áfram veginn“. Um áhrif nýs þjálfara og hans áherslur sagði Hannes: „Áherslurnar hans eru að komast til skila, hann er bara að kynnast okkur og við að kynnast honum. Fyrsta landsleikjahléið var bara svona próf fyrir alla og núna þekkja menn hvorn annan. Það er samt ekkert verið að hvolfa neinu, það er bara verið að vinna með það sem við höfum verið að gera vel með smá áherslubreytingum hér og þar og það er bara mjög skynsamleg aðferð. Menn eru bara enn að kynnast hver öðrum og þetta verður betra og betra“. „Það var mjög svekkjandi að ná ekki að jafna, á heimavelli þá náum við oftast að skora meira en eitt mark og fáum ekki á okkur tvö mörk. Ef allt hefði verið eðlilegt þá hefðum við átt að vinna þennan leik og það er drullusvekkjandi að ná ekki að skora. Það hefði verið mjög sætt að ná jafnteflinu eftir að hafa verið 2-0 undir á móti sterku liði. Það hafðist ekki og því þurfum við að horfa í frammistöðuna frekar en úrslitin“.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30