Birkir: Sáu það allir sem horfðu að við vorum svekktir með hann Smári Jökull Jónsson skrifar 15. október 2018 22:03 Birkir ósáttur í kvöld. vísir/vilhelm „Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. „Mér finnst að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. Við vorum kraftmiklir í öllum leiknum nema á þessum kafla í seinni hálfleik og við hefðum átt að skora fleiri mörk. Við fáum nokkur góð tækifæri til að komast í góð færi en náum ekki alveg að klára það," sagði Birkir en hann sjálfur átti gott skot undir lokin sem fór rétt framhjá stönginni á marki Sviss. „Ég veit ekki hvort ég hefði kannski átt að taka snertingu eða taka hann í fyrsta. Ég hefði viljað sjá hann inni." Erik Hamrén var að stýra íslenska liðinu í sínum fjórða landsleik og Birkir sagði klárt að íslenska liðið hefði stigið upp í leikjunum gegn Sviss og Frökkum miðað við fyrri tvo leikina í september. „Útileikurinn gegn Sviss var hrikalega lélegur og of margir sem lögðu sig ekki nógu mikið fram og við ætluðum að breyta því. Mér finnst við koma vel út úr þessu, Frakkaleikurinn var frábær og mjög gott á köflum í dag." Íslensku leikmennirnir voru ekki sáttir með sænska dómarann Andreas Ekberg á köflum í leiknum og fékk hann oft að heyra það frá leikmönnum. „Ég ætla nú ekki að tjá mig mikið um hann. Ég held samt að það hafi allir séð það sem horfðu á leikinn í dag að við vorum mjög svekktir með hann," sagði Birkir að lokum. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54 Hamrén: Þoli ekki að tapa Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:26 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var mjög fínn. Það var 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik sem var svolítið slakur, þegar þeir fengu þessi tvö mörk. Eftir það vorum við að reyna að sækja mark og þetta var svolítið erfitt," sagði Birkir Bjarnason í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn gegn Sviss í kvöld. „Mér finnst að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. Við vorum kraftmiklir í öllum leiknum nema á þessum kafla í seinni hálfleik og við hefðum átt að skora fleiri mörk. Við fáum nokkur góð tækifæri til að komast í góð færi en náum ekki alveg að klára það," sagði Birkir en hann sjálfur átti gott skot undir lokin sem fór rétt framhjá stönginni á marki Sviss. „Ég veit ekki hvort ég hefði kannski átt að taka snertingu eða taka hann í fyrsta. Ég hefði viljað sjá hann inni." Erik Hamrén var að stýra íslenska liðinu í sínum fjórða landsleik og Birkir sagði klárt að íslenska liðið hefði stigið upp í leikjunum gegn Sviss og Frökkum miðað við fyrri tvo leikina í september. „Útileikurinn gegn Sviss var hrikalega lélegur og of margir sem lögðu sig ekki nógu mikið fram og við ætluðum að breyta því. Mér finnst við koma vel út úr þessu, Frakkaleikurinn var frábær og mjög gott á köflum í dag." Íslensku leikmennirnir voru ekki sáttir með sænska dómarann Andreas Ekberg á köflum í leiknum og fékk hann oft að heyra það frá leikmönnum. „Ég ætla nú ekki að tjá mig mikið um hann. Ég held samt að það hafi allir séð það sem horfðu á leikinn í dag að við vorum mjög svekktir með hann," sagði Birkir að lokum.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30 Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54 Hamrén: Þoli ekki að tapa Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:26 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. 15. október 2018 21:30
Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54
Hamrén: Þoli ekki að tapa Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 15. október 2018 21:26