Setningarnar sem aldrei heyrast frá erlendum ferðamönnum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 16. október 2018 08:30 Ferðamenn á göngu um Almannagjá á Þingvöllum. vísir/vilhelm Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, hjólaði í íslenska okrið í ferðaþjónustunni. Trúlega mun enginn ferðamaður nokkru sinni segja að hann hafi gert góð kaup hér á landi enda landið dýrasti áfangastaður heims samkvæmt OECD. Fréttablaðið tók saman nokkrar setningar sem erlendir ferðamenn munu líklegast aldrei láta falla.„Heyrðu, fyrst bjórinn er svo ódýr ætla ég að fá tvo“ Ísland rukkar gríðarlega mikið fyrir bjórinn og skiptir engu máli hvort hann er innlendur eða erlendur. Samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid opinberaði í maí var bjórinn dýrastur hér á landi en ódýrastur í Víetnam. „Bjórdrykkjumenn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir bjóða á línuna á Íslandi,“ sagði í frétt um málið.Áfengi er dýrt á Íslandi.Fréttablaðið/anton brink„Góður þessi innlendi bjór í búðinni“ Bjórinn er ekki kominn í búðir en þó reyna búðir að blekkja ferðamenn. Í frétt frá árinu 2016 kom fram að áfengislausu víni og léttbjór væri stillt upp á áberandi stöðum í verslunum. Sagði varaformaður neytendasamtakanna að verslanir væru í blekkingaleik.Svona er úrvalið ekki í matvörubúðum.Vísir/GVA„Það er svo auðvelt að keyra hér á Íslandi“ Í síðustu könnun Ferðamálastofu gáfu 22,6 prósent ferðamanna vegakerfinu 0-6 í einkunn. Árin 2015 til 2017 slösuðust alls 739 einstaklingar í umferðarslysum tengdum erlendum ökumönnum eða um einn á dag samkvæmt Umferðarþingi í byrjun mánaðarins. Fyrir um tveimur árum fylgdu þessar kínversku stúlkur Google maps samviskusamlega og óku út í ána í stað þess að fara yfir brúna.SKESSUHORN/ALFONS FINNSSON„Öll þessi öryggisgæsla er óþörf“ Lögreglan er undirmönnuð og með enga peninga svo hún sést ekki lengur á vegum landsins, já, sést bara almennt ekki. Trúlega mun enginn útlendingur nokkru sinni kvarta undan of mikilli löggæslu.Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast.Vísir/Vilhelm„Góðar almenningssamgöngur“ Í flugstöðinni er svo erfitt að finna skilti um almenningssamgöngur að fáir nýta sér þær. Í könnun Ferðamálastofu sagði einn: „In my eyes Iceland is too touristy, extremely expensive; car is an absolute necessity because so called public transport is incredibly expensive and infrequent for ordinary travelling.“Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/Vilhelm„Manni líður eins og maður sé einn í heiminum“ Í könnun sem Ferðamálastofa gerði í fyrra þar sem ferðamenn voru spurðir: Hvers vegna ertu ekki líklegri til að mæla með Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn? kom fram í nokkrum svörum að fyrir utan að landið væri óheyrilega dýrt væri það of túristalegt. „Everyone doing the same things, going the same places. It’s not that I would not recommend it.“ Glöggt er gestsaugað.Norðurljósin heilla.„Ég sá fullt af norðurljósum í sumar“ Það er sko ekki hægt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, hjólaði í íslenska okrið í ferðaþjónustunni. Trúlega mun enginn ferðamaður nokkru sinni segja að hann hafi gert góð kaup hér á landi enda landið dýrasti áfangastaður heims samkvæmt OECD. Fréttablaðið tók saman nokkrar setningar sem erlendir ferðamenn munu líklegast aldrei láta falla.„Heyrðu, fyrst bjórinn er svo ódýr ætla ég að fá tvo“ Ísland rukkar gríðarlega mikið fyrir bjórinn og skiptir engu máli hvort hann er innlendur eða erlendur. Samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid opinberaði í maí var bjórinn dýrastur hér á landi en ódýrastur í Víetnam. „Bjórdrykkjumenn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir bjóða á línuna á Íslandi,“ sagði í frétt um málið.Áfengi er dýrt á Íslandi.Fréttablaðið/anton brink„Góður þessi innlendi bjór í búðinni“ Bjórinn er ekki kominn í búðir en þó reyna búðir að blekkja ferðamenn. Í frétt frá árinu 2016 kom fram að áfengislausu víni og léttbjór væri stillt upp á áberandi stöðum í verslunum. Sagði varaformaður neytendasamtakanna að verslanir væru í blekkingaleik.Svona er úrvalið ekki í matvörubúðum.Vísir/GVA„Það er svo auðvelt að keyra hér á Íslandi“ Í síðustu könnun Ferðamálastofu gáfu 22,6 prósent ferðamanna vegakerfinu 0-6 í einkunn. Árin 2015 til 2017 slösuðust alls 739 einstaklingar í umferðarslysum tengdum erlendum ökumönnum eða um einn á dag samkvæmt Umferðarþingi í byrjun mánaðarins. Fyrir um tveimur árum fylgdu þessar kínversku stúlkur Google maps samviskusamlega og óku út í ána í stað þess að fara yfir brúna.SKESSUHORN/ALFONS FINNSSON„Öll þessi öryggisgæsla er óþörf“ Lögreglan er undirmönnuð og með enga peninga svo hún sést ekki lengur á vegum landsins, já, sést bara almennt ekki. Trúlega mun enginn útlendingur nokkru sinni kvarta undan of mikilli löggæslu.Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast.Vísir/Vilhelm„Góðar almenningssamgöngur“ Í flugstöðinni er svo erfitt að finna skilti um almenningssamgöngur að fáir nýta sér þær. Í könnun Ferðamálastofu sagði einn: „In my eyes Iceland is too touristy, extremely expensive; car is an absolute necessity because so called public transport is incredibly expensive and infrequent for ordinary travelling.“Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/Vilhelm„Manni líður eins og maður sé einn í heiminum“ Í könnun sem Ferðamálastofa gerði í fyrra þar sem ferðamenn voru spurðir: Hvers vegna ertu ekki líklegri til að mæla með Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn? kom fram í nokkrum svörum að fyrir utan að landið væri óheyrilega dýrt væri það of túristalegt. „Everyone doing the same things, going the same places. It’s not that I would not recommend it.“ Glöggt er gestsaugað.Norðurljósin heilla.„Ég sá fullt af norðurljósum í sumar“ Það er sko ekki hægt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira