Innlent

Hafna lækkun fasteignaskatts

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ráðhúsið í Reykjavík.
Ráðhúsið í Reykjavík. Vísir/Vilhelm
Sveitarstjórnir Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í gær tillögu Sjálfstæðisflokks um að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65 í 1,60 prósent á næsta ári. Níu fulltrúar greiddu atkvæði með tillögunni, tólf á móti, tveir sátu hjá.

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, benti á að þótt Viðreisn hefði lofað slíkri lækkun fyrir kosningar væri í meirihlutasáttmálanum kveðið á að það yrði klárað 2022.

„Maður getur haft þá skoðun að það eigi að lækka skatta á fyrirtæki hraðar og fyrr og það er gott og blessað. Það er ekki það sem við í Viðreisn lofuðum fyrir kosningar. Við værum ekki að uppfylla okkar stefnu ef við myndum stökkva á það að lækka tekjur borgarinnar án þess að þær aðgerðir sem við höfum til mótvægis hefðu komið að fullu til framkvæmda,“ sagði Pawel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×