Dvergríkið Gíbraltar er með læti í Þjóðadeild UEFA og vann tvo leiki á fjórum dögum. Eftir 22 leikja bið eftir sigri þá rignir nú sigrum í dvergríkinu.
Fyrst náði Gíbraltar að vinna Armeníu um síðustu helgi og þeim sigri var fylgt eftir með 2-1 endurkomusigri gegn Liechtenstein. Það var í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar sem liðið nær að skora tvö mörk í leik.
Gíbraltar er í 198. sæti á FIFA-listanum og varð meðlimur hjá UEFA árið 2013. Landslið þjóðarinnar hafði aðeins unnið tvo leiki fyrir síðustu helgi. Það var gegn Möltu og Lettlandi í vináttulandsleikjum. Þetta voru fyrstu alvöru sigrar liðsins.
Gíbraltar tapaði öllum sínum leikjum í undankeppni EM 2016 og HM 2018. Liðið fékk á sig 103 mörk samtals í báðum undankeppnunum.
Íbúar Gíbraltar eru tæplega 35 þúsund og liðið á enn möguleika á því að komast á EM í gegnum D-deild Þjóðadeildarinnar þar sem liðið er þremur stigum á eftir Makedóníu.
