Aðlögunartími vegna Brexit gæti dregist á langinn Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 11:44 Óvíst er að hugmynd May veki mikla hrifningu hjá flokksmönnum sem voru þegar tilbúnir að fella samning við ESB sem byggði á tillögum hennar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að aðlögunartími Bretlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu á næsta ári gæti dregist um einhverja mánuði. Sú hugmynd hafi verið rædd á samningafundum Breta og fulltrú sambandsins en ekki sé búist við að af henni verði. Enn hefur ekkert gengið hjá Bretum og ESB að ná samkomulagi um hvernig samskiptum þeirra verður háttað eftir að Bretland gengur úr sambandinu í lok mars. Engin breyting varð á því á leiðtogafundi ESB í gær. Gert hefur verið ráð fyrir að í kjölfar útgöngunnar taki við aðlögunartímabil þangað til í árslok 2020. May sagði í dag að hún hefði lagt fram tillögur til að leysa eitt helst ágreiningsmálið: hvernig landamærum Írlands og Norður-Írlands verður háttað eftir Brexit án þess að setja þurfi upp landamæra- eða tollahlið. „Önnur hugmynd hefur komið fram, og þetta er hugmynd á þessu stigi, um að búa til möguleika á að framlengja innleiðingartímabilið um einhverja mánuði, og það væri aðeins spurning um mánuði,“ sagði May í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður væri ekki gert ráð fyrir að til þess þyrfti að koma þar sem Bretar og ESB væru ákveðin í að ná samkomulagi um framtíðarsamband þeirra fyrir árslok 2020. Ástandið í Íhaldsflokki May hefur verið eldfimt. May á sér marga gagnrýnendur í röðum Brexit-harðlínumanna sem krefjast þess að hún dragi Bretland út úr ESB án nokkurs samnings frekar en að láta undan kröfum ESB. Viðbrögð þeirra við hugmynd May um lengri aðlögunartíma hafa verið neikvæð. Nick Boles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, lýsir hugmyndinni sem „örvæntingafullri lokatilraun“ sem gæti kostað May stuðning flokksmanna. Brexit Tengdar fréttir Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38 Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18 Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14 Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að aðlögunartími Bretlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu á næsta ári gæti dregist um einhverja mánuði. Sú hugmynd hafi verið rædd á samningafundum Breta og fulltrú sambandsins en ekki sé búist við að af henni verði. Enn hefur ekkert gengið hjá Bretum og ESB að ná samkomulagi um hvernig samskiptum þeirra verður háttað eftir að Bretland gengur úr sambandinu í lok mars. Engin breyting varð á því á leiðtogafundi ESB í gær. Gert hefur verið ráð fyrir að í kjölfar útgöngunnar taki við aðlögunartímabil þangað til í árslok 2020. May sagði í dag að hún hefði lagt fram tillögur til að leysa eitt helst ágreiningsmálið: hvernig landamærum Írlands og Norður-Írlands verður háttað eftir Brexit án þess að setja þurfi upp landamæra- eða tollahlið. „Önnur hugmynd hefur komið fram, og þetta er hugmynd á þessu stigi, um að búa til möguleika á að framlengja innleiðingartímabilið um einhverja mánuði, og það væri aðeins spurning um mánuði,“ sagði May í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður væri ekki gert ráð fyrir að til þess þyrfti að koma þar sem Bretar og ESB væru ákveðin í að ná samkomulagi um framtíðarsamband þeirra fyrir árslok 2020. Ástandið í Íhaldsflokki May hefur verið eldfimt. May á sér marga gagnrýnendur í röðum Brexit-harðlínumanna sem krefjast þess að hún dragi Bretland út úr ESB án nokkurs samnings frekar en að láta undan kröfum ESB. Viðbrögð þeirra við hugmynd May um lengri aðlögunartíma hafa verið neikvæð. Nick Boles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, lýsir hugmyndinni sem „örvæntingafullri lokatilraun“ sem gæti kostað May stuðning flokksmanna.
Brexit Tengdar fréttir Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38 Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18 Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14 Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38
Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18
Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14
Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00