Katrín segir Hringborð norðurslóða hafa breytt umræðunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 13:42 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Hanna Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. Þingið sækja um 2000 þátttakendur frá rúmlega 50 löndum. Meðal þeirra eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í upphafi þess í morgun. „Ég ræddi fyrst og fremst um loftlagsmál. Enda birtast loftslagsbreytingar mjög klárlega á norðurheimskautinu. Birtast í gegnum bráðnandi ís og hækkandi sjávarborð,” segir forsætisráðherra. Á þinginu verður fjallað um stefnu og þátttöku Bandaríkjanna, Rússlands, Kína, Japan, Kóreu, Kanada, Ítalíu, Singapúr, Skotlands og fleiri landa í málefnum Norðurslóða, áhrif loftslagsbreytinga, vísindarannsóknir og aukin umsvif á sviði viðskipta og auðlindanýtingar. Katrín segir nauðsynlegt að líta á norðurheimskautið sem svæði alls heimsins. „Að við sinnum og eigum þar pólitísk samskipti en vígvæðum ekki norðurskautið. Svo ræddi ég auðvitað líka sérstaklega þá sem búa á norðurskautinu og mikilvægi þess að við hlustum á þeirra rödd í öllum þeim ákvörðunum sem teknar eru um framtíð þessa svæðis,” segir Katrín. Þessa dagana stendur yfir ein stærsta heræfing NATO á Íslandi en æfingin færist síðan yfir á hafið norður af Noregi. Rússar hafa líka hnyklað vöðvana á norðurslóðum og við landamærin að Noregi og Eystrasaltsríkjunum undanfarin misseri. Forsætisráðherra segir alla þekkja söguna hvað þetta varðar frá kaldastríðs árunum þegar norðurslóðir voru mjög vígvæddar. Meðal annars þess vegna sé Hringborð norðurslóða mikilvægur vettvangur. „Hér eru til að mynda fulltrúar öldungadeildarfulltrúar bæði frá Bandaríkjunum og Rússlandi sem töluðu hér í morgun. Ræddu bæði nákvæmlega þetta; nauðsyn þess að við eigum gott samstarf á pólitískum grunni í kringum þetta svæði. Því það er mjög viðkvæmt og það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur ef við erum að stefna í aukna vígvæðingu á þessum slóðum,” segir forsætisráðherra. Aðgerðir í loftlagsmálum séu mjög mikilvægar fyrir íbúa norðurslóða þar sem loftslagsbreytinganna gæti hraðar þar með bráðnun íss og súrnun sjávar sem Íslendingar reiði sig mjög á vegna fiskveiða. Það sé mikilvægt að hafa þennan ráðstefnuvettvang á Íslandi. „Þetta hefur náttúrlega að mínu viti breytt umræðu um norðurheimskautið. Sú nálgun sem er hér á þessari ráðstefnu sem Ólafur Ragnar Grímsson auðvitað er upphafsmaður að,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda