Löglegt en yfirmáta lélegt Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 19. október 2018 14:29 Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarin misseri. Það er vel skiljanlegt, enda flestir orðnir sammála um að tjáningarfrelsið sé einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags og grundvallarforsenda þess að lýðræðisleg umræða fái þrifist. Það er einnig ljóst að tjáningarfrelsinu hefur vaxið fiskur um hrygg í löggjöf flestra þjóða og regluverkið færst nær því að vernda umrætt frelsi á kostnað heimilla takmarkana á því. Ein afleiðing þessarar þróunar er sú að í dag komast einstaklingar að jafnaði upp með hvassari og jafnvel meira meiðandi ummæli en áður. Þannig er t.d. ljóst að ummæli í athugasemdakerfi á borð við það að einhver sé asni, ljótur eða yfirmáta heimskur teldust líklega ummæli sem nytu verndar stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis samkvæmt viðurkenndum viðmiðum lögfræðinnar í dag. Við megum nefnilega hafa okkar skoðanir á mönnum og málefnum og okkur er að jafnaði heimilt að láta þær í ljós okkur að vítalausu. Með öðrum orðum er það ekki nema í undantekningartilvikum, þegar ummæli brjóta mjög alvarlega gegn friðhelgi einkalífs annarra eða fela í sér svokallaðan hatursáróður, að heimilt er að draga einstaklinga til ábyrgðar vegna tjáningar. Í umræðunni um tjáningarfrelsi gleymist hins vegar að halda því til haga að þó svo að við verðum ekki „dregin til ábyrgðar“ fyrir orð okkar í þeim skilningi að við sætum ábyrgð fyrir dómi erum við engu að síður ábyrg orða okkar í þeim skilningi að við stöndum og föllum með því sem við segjum. Þó svo að tjáningarfrelsið verndi mig fyrir því að verða dregin til ábyrgðar fyrir dómi vegna ummæla þess efnis að tiltekinn einstaklingur sé ,,ljótur og heimskur“, eða að hann hafi aldrei verið neitt annað en „einskis nýt byrði á þjóðfélaginu“, verndar það mig hins vegar ekki fyrir afleiðingum þess að vera dæmd í þjóðfélaginu fyrir slík ómálefnaleg og aumkunarverð barnalegheit. Tjáningarfrelsið verndar mig ekki heldur frá því að sitja uppi með það að vinnuveitandi sem ég sæki um vinnu hjá eftir tíu ár getur valið að velja mig ekki úr hópi umsækjanda þegar hann sér slóð rætinna athugasemda minna á vefnum í gegnum tíðina þar sem ég hef stundað það að níða skóinn af öðrum á ómálefnalegan hátt. Ég get jú minnt hann góðfúslega á að hér ríki tjáningarfrelsi, en það breytir því ekki að ég get með engu móti dregið úr þeim áhrifum sem skítkast mitt kann að hafa á huglægt mat hans þegar hann þarf að taka ákvörðun um hvernig manneskju hann vill hafa í vinnu. Í þessu sambandi blasir við að líta til annars málefnis sem hefur borið hátt í umræðunni, en það er netníð meðal barna og unglinga og einelti sem virðist þrífast eins og mygla í raka í þeirri nýju umgjörð sem internetið og samfélagsmiðlar hafa skapað. Hvernig getum við – fullorðna fólkið og fyrirmyndirnar sjálfar – gert athugasemdir við það hvernig börnin okkar tala hvert við annað á samfélagsmiðlum þegar við gerumst sjálf ber að samskiptamáta sem vart getur kallast annað en einelti eða skítkast. Við getum ekki vænst þess að börnin sýni háttvísi í samskiptum sín á milli ef við erum sjálf alls ófær um að eiga eðlileg tjáskipti á internetinu. Það er enginn að tala um að allir eigi að vera sammála eða það megi ekki skiptast á skoðunum með gagnrýnum hætti. Þetta er bara spurning um lágmarksvirðingu fyrir ólíku fólki og ólíkum skoðunum – líka þeirra sem teljast ekki til mestu mannvitsbrekkanna að okkar mati – og hoppa upp úr sandkassanum þegar við tölum við náungann á netinu. Annað er kannski löglegt, en alveg yfirmáta lélegt.Höfundur er lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun