Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2018 21:00 Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski. Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni. Meðal þátttakenda eru ráðherrar, vísindamenn, sérfræðingar, forystumenn í atvinnulífi, háttsettir embættismenn, leiðtogar frumbyggja og umhverfissamtaka. Ólafur Ragnar Grímsson segir koma skýrt í ljós á þinginu nú að þjóðir Asíu leggi sífellt meiri áherslu á norðurslóðamálefni eins sjáist á öflugri þátttöku Kína og Kóreu og komið hafi fram í merkilegri stefnuræðu Taro Kono utanríkisráðherra Japans í dag. „Þetta endurspeglar að það svæði sem næst er Íslandi og við höfum kannski lengi talið að væri frekar einangrað, er núna að verða miðsvæðis í nýrri heimsmynd. Sem kemur til með að hafa afgerandi áhrif ekki bara á framtíð Íslands heldur líka á framtíð norðurslóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði þingið í morgun og segir Hringborð norðurslóða fyrir frumkvæði Ólafs Ragnars hafa breytt umræðunni um norðurslóðir. Utanríkisráðherra Japans segir þjóðir heims verða að vinna saman. „Við verðum að eiga samskipti við ríki á norðurslóðum vegna þess að þau eru í framlínunni. En eins og forsætisráðherra sagði hafa breytingarnar áhrif á alla. Í Japan höfum við til að mynda upplifað mun kröftugri fellibylji og mun meiri rigningar á undanförnum áratug. Það stafar örugglega af loftslagsbreytingum,” sagði Kono í pallborðsumræðum með Katrínu og Ólafi Ragnari. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er sett fram mun dekkri mynd en áður og loftslagsbreytingarnar sagðar gerast hraðar en áður var talið. Ólafur Ragnar segir þessi tíðindi rædd í mörgum þeirra 150 málstofa sem haldnar eru á þinginu og á meðal um 700 ræðumanna sé margir færustu sérfræðingar heims á þessu sviði. „Og niðurstaða allra þessara aðila er hin sama. Að vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum,“ segir forsetinn fyrrverandi. Bandaríkjastjórn á enga formlega fulltrúa á þinginu nú fulltrúar hennar hafa verið áberandi við Hringborðið á árum áður. Hins vegar er fjöldi bandarískra vísindamanna á þinginu ásamt Lisu Murkowski öldungadeildarþingmanni repúblikana frá Alaska. En hún er áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum. „Þrátt fyrir að það vanti kannski einhverja frá utanríkisráðuneytinu í Bandaríkjunum eru hér mjög áhrifaríkir aðilar frá Bandaríkjunum. Það er mjög merkilegt að Harvard háskóli er að senda hingað mjög öfluga sveit af vísindamönnum og námsmönnum. Sem núna starfa við sérstaka norðurslóðadeild sem stofnuð hefur verið við Harvard háskóla.” segir Ólafur Ragnar. Murkowski ávarpaði Ólaf Ragnar sem kæran vin og sagði hann vera sannkallaðan sendiherra norðurslóða í heiminum. Mörgum þætti Bandaríkjastjórn ekki nógu framsækna í norðurslóðamálum. „En ekki örvænta því ég segi við ykkur, Alaska sem norðurslóðaríki er á framfarabraut. Sýnir frumkvæði, er leiðandi og þátttakandi á mjög mörgum sviðum,” sagði Lisa Murkowski.
Loftslagsmál Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Hringborð norðurslóða Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira