Uppgjör: Bottas gaf Hamilton sigurinn í Sochi Bragi Þórðarson skrifar 1. október 2018 19:45 Það getur verið erfitt að vera ökumaður númer tvö, stundum þarf að fórna eigin velgengni fyrir liðsfélagann vísir/getty Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram. Formúla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram.
Formúla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira