Uppgjör: Bottas gaf Hamilton sigurinn í Sochi Bragi Þórðarson skrifar 1. október 2018 19:45 Það getur verið erfitt að vera ökumaður númer tvö, stundum þarf að fórna eigin velgengni fyrir liðsfélagann vísir/getty Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram. Formúla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram.
Formúla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn