Uppgjör: Bottas gaf Hamilton sigurinn í Sochi Bragi Þórðarson skrifar 1. október 2018 19:45 Það getur verið erfitt að vera ökumaður númer tvö, stundum þarf að fórna eigin velgengni fyrir liðsfélagann vísir/getty Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram. Formúla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram.
Formúla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira