Ebólufaraldur og vopnuð átök í Kongó kalla á stuðning frá Íslandi Heimsljós kynnir 21. september 2018 09:00 Sjálfboðaliðar fá þjálfun. Rauði krossinn Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur ákveðið að senda tæpar 106 milljónir króna til mannúðarverkefna vegna ebólufaraldurs og vopnaðra átaka í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í Afríku. Íbúar í Kongó standa frammi fyrir margþættum mannúðarvanda sem til er kominn vegna langvarandi vopnaðra átaka og ebólufaraldurs sem herjar á íbúa í nokkrum héruðum í landinu. Framlag Rauða krossins á Íslandi og utanríkisráðuneytisins er ætlað að styðja við neyðaraðgerðir Rauða kross hreyfingarinnar gegn viðvarandi ebólufaraldri með það að markmiði að ráða niðurlögum faraldursins og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á honum. Í átökunum í Kongó hafa konur og börn sætt miklu kynferðislegu ofbeldi og mun hluti af framlagi Íslands gera Rauða krossinum kleift að vinna enn frekar að því að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með því að ræða við stríðandi fylkingar og fræða um alþjóðleg mannúðarlög sem skilyrðislaust banna hvers kyns kynferðislegt ofbeldi sem vopn í stríði. Síðast en ekki síst mun framlag Rauða krossins veita brýna mannúðaraðstoð til fólks sem hrakist hefur á flótta til nágrannaríkisins Úganda. „Undanfarin ár hafa íbúar Kongó orðið fyrir barðinu á ófriði þar sem alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum eru nær daglegt brauð,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. „Þessi brot fela meðal annars í sér dráp, kynferðislegt ofbeldi, börn eru numin á brott af stríðandi fylkingum til að taka þátt í hernaði, ránum og fleira sem hefur valdið því að mikill fjöldi hefur orðið að flýja heimili sín og er annað hvort á flótta innan Kongó eða hefur leitað skjóls í nágrannaríkjum, þar á meðal í Úganda.“ Ofan á langvarandi ófrið í landinu herjar nú ebólufaraldur á íbúa þessa sárafátæka og risastóra lands sem er tuttugu sinnum stærra en Ísland. „Við á Íslandi getum þó ýmislegt lagt á vogarskálarnar til aðstoðar í þessu landi,“ segir Atli, „og það ber að hafa það í huga að hver króna sem við leggjum í hjálparstarfið hefur margfalt virði í landi eins og Kongó. Við erum utanríkisráðuneytinu og ekki síst Mannvinum Rauða krossins ómetanlega þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning við þetta lífsbjargandi mannúðarverkefni sem um leið stuðlar að auknu öryggi allra. Það að stöðva útbreiðslu ebólu sjá allir að er forgangsatriði en það skiptir líka gríðarlega miklu máli að koma í veg fyrir brot á mannúðarlögum, og þar með kynferðislegu ofbeldi sem vopni í stríði, sem iðulega verða til þess að fólk leggur á flótta en við verðum að hafa það í huga að fólki vill ekki leggja á flótta.“ Mannúðarástand í Lýðstjórnarlýðveldinu hefur hrakið mikinn fjölda fólks á flótta, frá ársbyrjun 2017 hafa að meðaltali átta þúsund einstaklingar hrakist á flótta frá landinu á dag. Talið er að um 3,8 milljónir einstaklinga séu á vergangi innan landamæra Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó sem eru fjölmennustu fólksflutningar innan Afríku í dag. Langflestir hafa leitað til nágrannaríkisins Úganda. Rauði krossinn á Íslandi hefur aðstoðað flóttafólk þar í landi um þónokkurt skeið, m.a. með því að tryggja aðgang að hreinu vatni í flóttamannabúðum og þjálfa sjálfboðaliða til að hlúa að sálrænum erfiðleikum flóttafólks á svæðinu. Heildarframlag Rauða krossins á Íslandi nemur alls tæpum 106 milljónum króna en alls koma um 70 milljónir af framlaginu af fjármagni rammasamnings við utanríkisráðuneytið um alþjóðlega mannúðaraðstoð 2018-2022. Tæplega 35 milljónir króna koma af eigin fjármagni Rauða krossins á Íslandi. Fyrir hönd alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans, þakkar félagið ráðuneytinu fyrir veittan stuðning.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur ákveðið að senda tæpar 106 milljónir króna til mannúðarverkefna vegna ebólufaraldurs og vopnaðra átaka í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í Afríku. Íbúar í Kongó standa frammi fyrir margþættum mannúðarvanda sem til er kominn vegna langvarandi vopnaðra átaka og ebólufaraldurs sem herjar á íbúa í nokkrum héruðum í landinu. Framlag Rauða krossins á Íslandi og utanríkisráðuneytisins er ætlað að styðja við neyðaraðgerðir Rauða kross hreyfingarinnar gegn viðvarandi ebólufaraldri með það að markmiði að ráða niðurlögum faraldursins og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á honum. Í átökunum í Kongó hafa konur og börn sætt miklu kynferðislegu ofbeldi og mun hluti af framlagi Íslands gera Rauða krossinum kleift að vinna enn frekar að því að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með því að ræða við stríðandi fylkingar og fræða um alþjóðleg mannúðarlög sem skilyrðislaust banna hvers kyns kynferðislegt ofbeldi sem vopn í stríði. Síðast en ekki síst mun framlag Rauða krossins veita brýna mannúðaraðstoð til fólks sem hrakist hefur á flótta til nágrannaríkisins Úganda. „Undanfarin ár hafa íbúar Kongó orðið fyrir barðinu á ófriði þar sem alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum eru nær daglegt brauð,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. „Þessi brot fela meðal annars í sér dráp, kynferðislegt ofbeldi, börn eru numin á brott af stríðandi fylkingum til að taka þátt í hernaði, ránum og fleira sem hefur valdið því að mikill fjöldi hefur orðið að flýja heimili sín og er annað hvort á flótta innan Kongó eða hefur leitað skjóls í nágrannaríkjum, þar á meðal í Úganda.“ Ofan á langvarandi ófrið í landinu herjar nú ebólufaraldur á íbúa þessa sárafátæka og risastóra lands sem er tuttugu sinnum stærra en Ísland. „Við á Íslandi getum þó ýmislegt lagt á vogarskálarnar til aðstoðar í þessu landi,“ segir Atli, „og það ber að hafa það í huga að hver króna sem við leggjum í hjálparstarfið hefur margfalt virði í landi eins og Kongó. Við erum utanríkisráðuneytinu og ekki síst Mannvinum Rauða krossins ómetanlega þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning við þetta lífsbjargandi mannúðarverkefni sem um leið stuðlar að auknu öryggi allra. Það að stöðva útbreiðslu ebólu sjá allir að er forgangsatriði en það skiptir líka gríðarlega miklu máli að koma í veg fyrir brot á mannúðarlögum, og þar með kynferðislegu ofbeldi sem vopni í stríði, sem iðulega verða til þess að fólk leggur á flótta en við verðum að hafa það í huga að fólki vill ekki leggja á flótta.“ Mannúðarástand í Lýðstjórnarlýðveldinu hefur hrakið mikinn fjölda fólks á flótta, frá ársbyrjun 2017 hafa að meðaltali átta þúsund einstaklingar hrakist á flótta frá landinu á dag. Talið er að um 3,8 milljónir einstaklinga séu á vergangi innan landamæra Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó sem eru fjölmennustu fólksflutningar innan Afríku í dag. Langflestir hafa leitað til nágrannaríkisins Úganda. Rauði krossinn á Íslandi hefur aðstoðað flóttafólk þar í landi um þónokkurt skeið, m.a. með því að tryggja aðgang að hreinu vatni í flóttamannabúðum og þjálfa sjálfboðaliða til að hlúa að sálrænum erfiðleikum flóttafólks á svæðinu. Heildarframlag Rauða krossins á Íslandi nemur alls tæpum 106 milljónum króna en alls koma um 70 milljónir af framlaginu af fjármagni rammasamnings við utanríkisráðuneytið um alþjóðlega mannúðaraðstoð 2018-2022. Tæplega 35 milljónir króna koma af eigin fjármagni Rauða krossins á Íslandi. Fyrir hönd alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans, þakkar félagið ráðuneytinu fyrir veittan stuðning.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim.Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent