Drápsfrumur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2018 07:00 „Það er engin lækning til.“ Þetta voru lokaorð óþekkts höfundar Edwin Smith-rollunnar, elstu læknahandbókar veraldar, eftir að hann hafði lýst hörmulegri sýkingu sem spratt fram í brjóstum kvenna í Egyptalandi hinu forna, 1600 árum fyrir Krists burð. Sjúkdómurinn myndaði hræðileg kýli sem virtust breiða úr sér með löngum krabbaleggjum. Þessi óþekkti skurðlæknir, sem gerði fyrstur manna, svo vitað sé, tilraunir með brjóstnám, reyndist því miður sannspár. Það er engin lækning til við krabbameini. Líffræði krabbameina er beinlínis þess eðlis að það er og verður hluti af hinni mannlegu reynslu. Því höfum við tileinkað okkur annað viðhorf til vandamálsins. Til að takast á við krabbamein þurfum við fjölbreytta nálgun, persónustýrða meðferð og öflugar forvarnir. Ekki er langt síðan að meðferð við krabbameini grundvallaðist á þrenns konar aðferðum, hver um sig í grunninn ófáguð árás á mannslíkamann. Skurðaðgerðin, geislameðferðin og lyfjameðferðin hafa allar sannað gildi sitt á undanförnum áratugum, en oft með skelfilegum áhrifum á lífsgæði sjúklingsins. Fjórða aðferðin, ónæmismeðferðin, er ný og á enn eftir að slíta barnsskónum. Tveir frumkvöðlar á sviði hennar, þeir James P. Allison og Tasuku Honjo, voru heiðraðir fyrir framlag sitt til læknavísindanna í gær þegar tilkynnt var að þeir hlytu Nóbelsverðlaun í læknisfræði þetta árið. Uppgötvun þeirra byggir á því að að virkja ónæmiskerfi einstaklinga í baráttunni við krabbamein. Allison og Honjo sýndu fram á það hvernig ákveðin prótein hamla virkni T-fruma ónæmiskerfisins (stundum kallaðar drápsfrumur) í þeirri miklu orrustu sem geisar í líkamanum þegar krabbameinsfrumur brjótast fram. Með því að bæla þessi tilteknu prótein er hægt að virkja ónæmiskerfið frekar í viðureigninni við krabbamein. Lyf sem byggja á þessari aðferð eru nú í notkun víða um heim og hafa hingað til gefið afar góða raun. Lyf þessi eru þó engan veginn sú töfralausn sem við höfum beðið eftir allt frá tímum Forn-Egypta. Ónæmismeðferð er ekki hættulaus og fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Um leið er hún afar einstaklingsmiðuð. Októbermánuður er víða tileinkaður vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Það er því ánægjulegt af því tilefni að sjá að aldagömul barátta við krabbamein heldur áfram að þróast til hins betra, með bættum meðferðum og nýjum sem einmitt virkja okkar helsta bandamann, ónæmiskerfið, í baráttunni við okkar elsta og ógnvænlegasta óvin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
„Það er engin lækning til.“ Þetta voru lokaorð óþekkts höfundar Edwin Smith-rollunnar, elstu læknahandbókar veraldar, eftir að hann hafði lýst hörmulegri sýkingu sem spratt fram í brjóstum kvenna í Egyptalandi hinu forna, 1600 árum fyrir Krists burð. Sjúkdómurinn myndaði hræðileg kýli sem virtust breiða úr sér með löngum krabbaleggjum. Þessi óþekkti skurðlæknir, sem gerði fyrstur manna, svo vitað sé, tilraunir með brjóstnám, reyndist því miður sannspár. Það er engin lækning til við krabbameini. Líffræði krabbameina er beinlínis þess eðlis að það er og verður hluti af hinni mannlegu reynslu. Því höfum við tileinkað okkur annað viðhorf til vandamálsins. Til að takast á við krabbamein þurfum við fjölbreytta nálgun, persónustýrða meðferð og öflugar forvarnir. Ekki er langt síðan að meðferð við krabbameini grundvallaðist á þrenns konar aðferðum, hver um sig í grunninn ófáguð árás á mannslíkamann. Skurðaðgerðin, geislameðferðin og lyfjameðferðin hafa allar sannað gildi sitt á undanförnum áratugum, en oft með skelfilegum áhrifum á lífsgæði sjúklingsins. Fjórða aðferðin, ónæmismeðferðin, er ný og á enn eftir að slíta barnsskónum. Tveir frumkvöðlar á sviði hennar, þeir James P. Allison og Tasuku Honjo, voru heiðraðir fyrir framlag sitt til læknavísindanna í gær þegar tilkynnt var að þeir hlytu Nóbelsverðlaun í læknisfræði þetta árið. Uppgötvun þeirra byggir á því að að virkja ónæmiskerfi einstaklinga í baráttunni við krabbamein. Allison og Honjo sýndu fram á það hvernig ákveðin prótein hamla virkni T-fruma ónæmiskerfisins (stundum kallaðar drápsfrumur) í þeirri miklu orrustu sem geisar í líkamanum þegar krabbameinsfrumur brjótast fram. Með því að bæla þessi tilteknu prótein er hægt að virkja ónæmiskerfið frekar í viðureigninni við krabbamein. Lyf sem byggja á þessari aðferð eru nú í notkun víða um heim og hafa hingað til gefið afar góða raun. Lyf þessi eru þó engan veginn sú töfralausn sem við höfum beðið eftir allt frá tímum Forn-Egypta. Ónæmismeðferð er ekki hættulaus og fyrst og fremst ætluð þeim sem hafa litlu að tapa í baráttu sinni. Um leið er hún afar einstaklingsmiðuð. Októbermánuður er víða tileinkaður vitundarvakningu um krabbamein hjá konum. Það er því ánægjulegt af því tilefni að sjá að aldagömul barátta við krabbamein heldur áfram að þróast til hins betra, með bættum meðferðum og nýjum sem einmitt virkja okkar helsta bandamann, ónæmiskerfið, í baráttunni við okkar elsta og ógnvænlegasta óvin.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun