Amazon hækkar lægstu laun Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. október 2018 13:30 Jeff Bezos, stofnandi Amazon, er ríkasti maður heims. Vísir/getty Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Eftir breytingarnar verður lágmarkstímakaup starfsmanna Amazon í Bandaríkunum 15 dalir á klukkustund, rúmlega 1600 krónur á tímann. Í Bretlandi verður tímakaupið hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Lundúnum hækkað í 10,5 pund - rúmar 1500 krónur. Utan Lundúna verður lágmarkskaup Amazon-starfsmanna tæpar 1400 krónur. Áætlað er að launahækkunin muni ná til 250 þúsund starfsmanna í Bandaríkjunum, 17 þúsund starfsmanna í Bretlandi auk tugþúsunda annarra, sem ekki eru fastráðnir. Talið er að rekja megi launhækkun fyrirtækisins til aðgerða starfsmanna Amazon, jafnt í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna hafa lagt niður störf á síðustu mánuðum, til að mynda í Þýskalandi, Portúgal og á Spáni. Margir af stærstu keppinautum Amazon, eins og verslunarkeðjurnar Walmart og Target, hafa hækkað lægstu laun á síðustu misserum. Greinendur rekja hækkanirnar ekki aðeins til baráttu starfsfólks og verkalýðsfélaga, heldur einnig lækkandi atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þurfi nú í auknum mæli að berjast um starfsfólk, sem þau reyni að lokka til sín með hærri launum. Amazon er eitt stærsta fyrirtæki heims og er það metið á næstum eina billjón (e. trillion) bandaríkjadala. Engu að síður hefur Amazon verið harðlega gagnrýnt, til að mynda af Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna þeirra skatta sem fyrirtækið greiðir - sem gangrýnendum þykja í lægri kantinum. Þar að auki hafa reglulega borist fréttir af óæskilegu starfsumhverfi í verksmiðjum Amazon vestanhafs. Stofnandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, er jafnframt ríkasti maður heims. Auður hans er talinn nema 150 milljörðum dala, 16.800 milljörðum króna. Amazon Tengdar fréttir Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. Eftir breytingarnar verður lágmarkstímakaup starfsmanna Amazon í Bandaríkunum 15 dalir á klukkustund, rúmlega 1600 krónur á tímann. Í Bretlandi verður tímakaupið hjá starfsmönnum fyrirtækisins í Lundúnum hækkað í 10,5 pund - rúmar 1500 krónur. Utan Lundúna verður lágmarkskaup Amazon-starfsmanna tæpar 1400 krónur. Áætlað er að launahækkunin muni ná til 250 þúsund starfsmanna í Bandaríkjunum, 17 þúsund starfsmanna í Bretlandi auk tugþúsunda annarra, sem ekki eru fastráðnir. Talið er að rekja megi launhækkun fyrirtækisins til aðgerða starfsmanna Amazon, jafnt í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þúsundir starfsmanna hafa lagt niður störf á síðustu mánuðum, til að mynda í Þýskalandi, Portúgal og á Spáni. Margir af stærstu keppinautum Amazon, eins og verslunarkeðjurnar Walmart og Target, hafa hækkað lægstu laun á síðustu misserum. Greinendur rekja hækkanirnar ekki aðeins til baráttu starfsfólks og verkalýðsfélaga, heldur einnig lækkandi atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Fyrirtæki þurfi nú í auknum mæli að berjast um starfsfólk, sem þau reyni að lokka til sín með hærri launum. Amazon er eitt stærsta fyrirtæki heims og er það metið á næstum eina billjón (e. trillion) bandaríkjadala. Engu að síður hefur Amazon verið harðlega gagnrýnt, til að mynda af Donald Trump Bandaríkjaforseta, vegna þeirra skatta sem fyrirtækið greiðir - sem gangrýnendum þykja í lægri kantinum. Þar að auki hafa reglulega borist fréttir af óæskilegu starfsumhverfi í verksmiðjum Amazon vestanhafs. Stofnandi fyrirtækisins, Jeff Bezos, er jafnframt ríkasti maður heims. Auður hans er talinn nema 150 milljörðum dala, 16.800 milljörðum króna.
Amazon Tengdar fréttir Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22. september 2018 21:59
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33
Amazon stefnir á stórsókn í kassalausum verslunum Amazon.com Inc. stefnir á að opna þúsundir nýrra matvöruverslana á allra næstu árum. 20. september 2018 12:03