Frá Þórsvellinum á Anfield Hjörvar Ólafsson skrifar 3. október 2018 15:00 Þóroddur Hjaltalín endaði sem besti dómarinn tvö ár í röð. Fréttablaðið Dómaraferli Þórodds Hjaltalín, sem spannar í það heila um það bil 17 ár, lauk um síðustu helgi, það er að segja þá dæmdi hann sinn síðasta deildarleik hér á landi. Þóroddur mun dæma á vegum evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, eftir tvær vikur, en eftir það fer flautan endanlega á hilluna. Hann hefur dæmt í efstu deild síðan árið 2008 og frá þeim tíma dæmt stórleiki í efstu deild og tvo bikarúrslitaleiki, það er árið 2012 og nú síðast leik Stjörnunnar og Breiðabliks í haust. Hann segir að ákveðin tómleikatilfinning hríslist um líkamann á þessari stundu og hafi raunar gert í aðdraganda síðustu leikja hans í deildinni hér heima. „Þegar ég gekk upp úr öðrum flokki hjá Þór á sínum tíma þá áttaði ég mig á því að ég væri ekki nógu góður til þess að spila með liðinu. Pabbi var dómari í fremstu röð hér heima á sínum tíma og hann smitaði mig af áhuga á dómgæslunni. Ég fór að dæma leiki hér fyrir norðan og fann það strax að þetta átti vel við mig. Áskell Gíslason aðstoðaði mig mikið á fyrstu stigum dómaraferils míns og hvatti mig til þessa að taka landsdómaraprófið,“ segir Þóroddur um fyrstu skref sín í dómgæslunni. „Þegar ég varð landsdómari var ég í C-flokki og ég setti mér það markmið að vera kominn í A-flokkinn á sex árum. Það gekk næstum því upp tímalega séð og árið 2008 var ég farinn að dæma í efstu deild. Mér gekk vel til að byrja með, en árið 2010 voru erfiðleikar heima fyrir sem höfðu áhrif á frammistöðu mína í dómgæslunni. Sonur minn fór í erfiða aðgerð í Svíþjóð og það hafði eðlilega áhrif á störf mín. Ég leitaði þá aðstoðar hjá Jóhanni Inga [Gunnarssyni] sálfræðingi og það hjálpaði mér mjög mikið,“ segir norðanmaðurinn um þróunina á dómarferli hans. „Mér var svo falið það að dæma bikarúrslitaleikinn árið 2012 og var sú ákvörðun harðlega gagnrýnd þar sem ég hafði ekki dæmt vel um sumarið. Það var ákveðinn vendipunktur fyrir mig að ná að dæma þann leik vel og eftir það varð ekki aftur snúið. Mér finnst ég hafa dæmt vel undanfarin ár og sumarið 2017 og nýliðin leiktíð vera mín bestu tímabil í dómgæslunni. Ég hef haft gríðarlega gaman af því sem ég hef verið að gera og hlakka mikið til leikja. Mér finnst ég hafa fulla stjórn á því sem ég er að gera og leikirnir fljóta vel hjá okkur. Þá hefur samstarfið við Frosta Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson, aðstoðardómara mína, verið með eindæmum gott,“ segir hann um seinni hlutann á dómaraferlinum. „Ég fékk þann heiður að starfa með Kristni Jakobssyni sem endalínudómari síðustu fjögur árin á dómaraferli hans. Þar fékk ég að dæma leik hjá Liverpool á Anfield í geggjaðri stemmingu, leik með Roma í Rómaborg og heimaleik hjá pólska liðinu Lech Poznan þar sem andrúmsloftið var engu líkt. Þessir leikir koma fyrst upp í hugann ef þú biður mig um hápunktana. Leikmenn á borð við Gunnleif Vigni Gunnleifsson, sem er annálaður heiðursmaður, og Davíð Þór Viðarsson og Hauk Pál Sigurðsson sem eiga í hreinskiptnum og sanngjörnum samskiptum við þig á meðan á leiknum stendur, eru þeir leikmenn sem mér fannst skemmtilegast að dæma hjá,“ segir Þóroddur um hápunktana á dómaraferlinum. „Það er skrýtin tilfinning að vera að hætta að dæma, en um leið ánægjuleg. Ég stefni að því að rækta fjölskylduna meira en ég hef gert og verja meiri tíma með konunni minni og börnunum mínum fjórum en ég hef gert. Ég mun hins vegar aðstoða tvo unga dómara hér fyrir norðan á næsta keppnistímabili og mun alveg örugglega láta mig dómgæsluna eitthvað varða í framtíðinni,“ segir þessi dómari, sem senn leggur flautuna á hilluna, um framhaldið hjá sér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Dómaraferli Þórodds Hjaltalín, sem spannar í það heila um það bil 17 ár, lauk um síðustu helgi, það er að segja þá dæmdi hann sinn síðasta deildarleik hér á landi. Þóroddur mun dæma á vegum evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, eftir tvær vikur, en eftir það fer flautan endanlega á hilluna. Hann hefur dæmt í efstu deild síðan árið 2008 og frá þeim tíma dæmt stórleiki í efstu deild og tvo bikarúrslitaleiki, það er árið 2012 og nú síðast leik Stjörnunnar og Breiðabliks í haust. Hann segir að ákveðin tómleikatilfinning hríslist um líkamann á þessari stundu og hafi raunar gert í aðdraganda síðustu leikja hans í deildinni hér heima. „Þegar ég gekk upp úr öðrum flokki hjá Þór á sínum tíma þá áttaði ég mig á því að ég væri ekki nógu góður til þess að spila með liðinu. Pabbi var dómari í fremstu röð hér heima á sínum tíma og hann smitaði mig af áhuga á dómgæslunni. Ég fór að dæma leiki hér fyrir norðan og fann það strax að þetta átti vel við mig. Áskell Gíslason aðstoðaði mig mikið á fyrstu stigum dómaraferils míns og hvatti mig til þessa að taka landsdómaraprófið,“ segir Þóroddur um fyrstu skref sín í dómgæslunni. „Þegar ég varð landsdómari var ég í C-flokki og ég setti mér það markmið að vera kominn í A-flokkinn á sex árum. Það gekk næstum því upp tímalega séð og árið 2008 var ég farinn að dæma í efstu deild. Mér gekk vel til að byrja með, en árið 2010 voru erfiðleikar heima fyrir sem höfðu áhrif á frammistöðu mína í dómgæslunni. Sonur minn fór í erfiða aðgerð í Svíþjóð og það hafði eðlilega áhrif á störf mín. Ég leitaði þá aðstoðar hjá Jóhanni Inga [Gunnarssyni] sálfræðingi og það hjálpaði mér mjög mikið,“ segir norðanmaðurinn um þróunina á dómarferli hans. „Mér var svo falið það að dæma bikarúrslitaleikinn árið 2012 og var sú ákvörðun harðlega gagnrýnd þar sem ég hafði ekki dæmt vel um sumarið. Það var ákveðinn vendipunktur fyrir mig að ná að dæma þann leik vel og eftir það varð ekki aftur snúið. Mér finnst ég hafa dæmt vel undanfarin ár og sumarið 2017 og nýliðin leiktíð vera mín bestu tímabil í dómgæslunni. Ég hef haft gríðarlega gaman af því sem ég hef verið að gera og hlakka mikið til leikja. Mér finnst ég hafa fulla stjórn á því sem ég er að gera og leikirnir fljóta vel hjá okkur. Þá hefur samstarfið við Frosta Viðar Gunnarsson og Eðvarð Eðvarðsson, aðstoðardómara mína, verið með eindæmum gott,“ segir hann um seinni hlutann á dómaraferlinum. „Ég fékk þann heiður að starfa með Kristni Jakobssyni sem endalínudómari síðustu fjögur árin á dómaraferli hans. Þar fékk ég að dæma leik hjá Liverpool á Anfield í geggjaðri stemmingu, leik með Roma í Rómaborg og heimaleik hjá pólska liðinu Lech Poznan þar sem andrúmsloftið var engu líkt. Þessir leikir koma fyrst upp í hugann ef þú biður mig um hápunktana. Leikmenn á borð við Gunnleif Vigni Gunnleifsson, sem er annálaður heiðursmaður, og Davíð Þór Viðarsson og Hauk Pál Sigurðsson sem eiga í hreinskiptnum og sanngjörnum samskiptum við þig á meðan á leiknum stendur, eru þeir leikmenn sem mér fannst skemmtilegast að dæma hjá,“ segir Þóroddur um hápunktana á dómaraferlinum. „Það er skrýtin tilfinning að vera að hætta að dæma, en um leið ánægjuleg. Ég stefni að því að rækta fjölskylduna meira en ég hef gert og verja meiri tíma með konunni minni og börnunum mínum fjórum en ég hef gert. Ég mun hins vegar aðstoða tvo unga dómara hér fyrir norðan á næsta keppnistímabili og mun alveg örugglega láta mig dómgæsluna eitthvað varða í framtíðinni,“ segir þessi dómari, sem senn leggur flautuna á hilluna, um framhaldið hjá sér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki