Börsungar fóru illa með Tottenham Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. október 2018 20:45 Vísir/Getty Tottenham er í vondum málum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Barcelona á heimavelli. Inter vann PSV í Hollandi svo Tottenham er sex stigum frá útsláttarkeppninni eftir tvo leiki. Philippe Coutinho kom Barcelona yfir strax eftir aðeins tvær mínútur. Hugo Lloris fór í fáránlegt skógarhlaup og Jordi Alba náði að senda boltann á Philippe Coutinho áður en Frakkinn komst í hann. Coutinho skaut boltanum í gegnum varnarmenn Tottenham á teignum og í tómt markið. Ivan Rakitic kom Barcelona í 2-0 áður en hálftími var liðinn af leiknum. Mark Rakitic var af dýrari gerðinni frábært langskot af rúmlega 20 metra færi sem fer af stönginni og inn. Barcelona réði lögum og lofum á vellinum og voru sanngjarnt 0-2 yfir í hálfleik. Harry Kane náði að klóra í bakkann fyrir Tottenham snemma í seinni hálfleik og gaf stuðningsmönnum heimamanna von. Gestirnir voru þó ekki lengi að slökkva í þeim vonarglætum með marki, þeir spiluðu vel sín á milli og endaði sóknin á marki frá Lionel Messi. Erik Lamela náði að skora aftur fyrir Tottenham en nær komust heimamenn þó ekki, í staðinn fékk Lionel Messi allt of mikið pláss inni á teignum og endanlega gerði út um leikinn með marki á loka mínútunum. Tottenham með 0 stig í riðlinum líkt og PSV sem tapaði fyrir Inter á heimavelli sínum 1-2. Úrslitin þýða að Inter og Barcelona eru með sex stig hvor. Fjórir leikir eftir í riðlinum og því nóg af stigum eftir en staðan þó orðin slæm fyrir Tottenham. Meistaradeild Evrópu
Tottenham er í vondum málum í B-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Barcelona á heimavelli. Inter vann PSV í Hollandi svo Tottenham er sex stigum frá útsláttarkeppninni eftir tvo leiki. Philippe Coutinho kom Barcelona yfir strax eftir aðeins tvær mínútur. Hugo Lloris fór í fáránlegt skógarhlaup og Jordi Alba náði að senda boltann á Philippe Coutinho áður en Frakkinn komst í hann. Coutinho skaut boltanum í gegnum varnarmenn Tottenham á teignum og í tómt markið. Ivan Rakitic kom Barcelona í 2-0 áður en hálftími var liðinn af leiknum. Mark Rakitic var af dýrari gerðinni frábært langskot af rúmlega 20 metra færi sem fer af stönginni og inn. Barcelona réði lögum og lofum á vellinum og voru sanngjarnt 0-2 yfir í hálfleik. Harry Kane náði að klóra í bakkann fyrir Tottenham snemma í seinni hálfleik og gaf stuðningsmönnum heimamanna von. Gestirnir voru þó ekki lengi að slökkva í þeim vonarglætum með marki, þeir spiluðu vel sín á milli og endaði sóknin á marki frá Lionel Messi. Erik Lamela náði að skora aftur fyrir Tottenham en nær komust heimamenn þó ekki, í staðinn fékk Lionel Messi allt of mikið pláss inni á teignum og endanlega gerði út um leikinn með marki á loka mínútunum. Tottenham með 0 stig í riðlinum líkt og PSV sem tapaði fyrir Inter á heimavelli sínum 1-2. Úrslitin þýða að Inter og Barcelona eru með sex stig hvor. Fjórir leikir eftir í riðlinum og því nóg af stigum eftir en staðan þó orðin slæm fyrir Tottenham.