Lífið

Aron og Hildur selja: „Vildum flytja nær Sundhöllinni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron og Hildur færa sig um set.
Aron og Hildur færa sig um set.
„Voru kominn með leið á Vesturbæjarlaug og vildum flytja nær Sundhöllinni,“ segir Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem AronMola en hann og Hildur Skúladóttir hafa sett íbúð sína við Hringbraut í Vesturbænum á sölu.

Um er að ræða góða þriggja herbergja íbúð ásamt aukaherbergi í risi á þessum vinsæla stað í Reykjavík.

Eignin er um hundrað fermetrar að stærð og er ásett verð 39,9 milljónir. Húsið var byggt árið 1942 og er fasteignamat eignarinnar 37,4 milljónir. Svalir eru til suðurs og er herbergið í risinu um tíu fermetrar.

Tvær samliggjandi stofur eru í íbúð Arons og Hildar og er önnur stofan notuð sem svefnherbergi í dag en þaðan er útgengt á svalirnar. Saman eiga þau Aron og Hildur ungan dreng.

Hér að neðan má sjá myndir af þessari fallegu eign.

Borðstofan og sjónvarpsholið samliggjandi og virkilega glæsilegt.
Sjónvarpið á góðum stað hjá samfélagsmiðlastjörnunni.
Sérstaklega skemmtilegt eldhús með fallegri IKEA innréttingu.
Hjónaherbergið er stór og bjart.
Hér má sjá svefnherbergið sem er í raun inni í borðstofu. Þaðan er hurð út á svalir.
Herbergið upp í risinu er virkilega vel nýtt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×