Vegferðin frá hruni Ásta S. Helgadóttir skrifar 5. október 2018 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara var stofnað um tveimur árum eftir efnahagshrunið en það tók til starfa þann 1. ágúst 2010. Í ljósi þess að fjárhagsstaða margra einstaklinga hafði versnað til muna frá hruni, var það mat stjórnvalda að brýn þörf væri fyrir ríkisstofnun sem myndi veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við úrlausn á fjárhagsvanda sínum. Með setningu laga um umboðsmann skuldara, fékk embættið ákveðin lögbundin hlutverk og átti stofnunin að byggja á grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem hafði verið starfrækt frá árinu 1996. Samhliða stofnun embættisins var umboðsmanni skuldara falið að annast framkvæmd á nýju lagalegu úrræði, greiðsluaðlögun einstaklinga. Í greiðsluaðlögun er leitast við að ná frjálsum samningum við kröfuhafa með það að markmiði að koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu. Úrræðið var nýmæli á Íslandi en sambærilegt úrræði hefur staðið almenningi til boða annars staðar á Norðurlöndum um langt skeið og voru Íslendingar því seinastir Norðurlandaþjóða að innleiða slíkt úrræði. Fyrstu starfsár embættisins voru mjög krefjandi. Samhliða því að embættið var nýstofnað, þar sem ráða þurfti nýtt starfsfólk og vinna með nýja löggjöf, þurfti embættið að mæta gríðarlegum umsóknarfjölda og miklum væntingum umsækjenda. Sem dæmi má nefna að á fyrstu fimm mánuðum frá stofnun embættisins bárust hátt í 2.000 umsóknir um úrræði og á árinu 2011 bárust um 3.100 umsóknir, sem endurspeglaði þörfina á þessum tíma. Í dag er hægt að sækja um þrenns konar úrræði hjá embættinu, þ.e. ráðgjöf, greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Alls hafa borist rúmlega 16.000 umsóknir um úrræði og hátt í 4.000 erindi. Þegar litið er yfir farinn veg og þær miklu áskoranir sem embættið hefur mætt í gegnum árin, er undirrituð stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Nefna má ýmis dæmi til staðfestingar á honum. Fyrst ber að nefna að samningaviðræður við kröfuhafa í úrræði greiðsluaðlögunar hafa verið árangursríkar. Yfir 3.300 samningar um greiðsluaðlögun hafa tekið gildi og meðaleftirgjöf óveðtryggðra krafna hefur verið hátt í 90%. Þá má nefna það traust og viðurkenningu sem embættið hefur notið frá kröfuhöfum til að annast milligöngu við úrlausn á fjárhagsvanda einstaklinga og koma fram fyrir þeirra hönd í samningaviðræðum. Ein birtingarmynd árangursins er jafnframt sú sem lýsir stöðunni í dag, þ.e. að einstaklingar leita til embættisins til að fá aðstoð vegna fjárhagserfiðleika í þeirri viðleitni að fá úrlausn í stað þess að gefast upp. Ljóst er að embættið hefur ekki náð og mun ekki ná farsælli niðurstöðu fyrir alla sem til þess leita. Fyrir því eru margþættar ástæður, s.s. lagaskilyrði, afstaða kröfuhafa í samningaviðræðum, forsaga, mismunandi væntingar og greiðsluvilji einstaklinga o.fl. Skuldamál heimilanna eru eðli málsins samkvæmt flókinn málaflokkur, með sínum þrætueplum og ólíku skoðunum. Að mati undirritaðrar er mikilvægt, þegar litið er til framtíðar, að einstaklingar sem lenda í greiðsluerfiðleikum geti nálgast endurgjaldslausa þjónustu og fengið lausnir á borð við greiðsluaðlögun, sem hefur margsannað mikilvægi sitt. Embættið hefur lagt aukna áherslu á að veita fræðslu um starfsemina og þau úrræði sem standa einstaklingum til boða. Þá er mikilvægt að nýta þá greiningu sem embættið hefur á stöðu þeirra umsækjanda sem leita til þess á hverjum tíma, þegar lagt er mat á hvort einhver hættumerki séu til staðar í þjóðfélaginu. Í starfi mínu sem umboðsmaður skuldara, verður ekki fram hjá því litið, hve þörfin er mikil fyrir að efla fjármálalæsi í íslensku samfélagi. Gott fjármálalæsi er grunnur að fjárhagslegri velferð og því hyggst embættið leggja aukna áherslu á forvarnir og fræðslu um fjármál heimilanna en ljóst er að margir þurfa leggja sitt á vogarskálarnar í þeim efnum. Umboðsmaður skuldara býður fram þjónustu sína og þekkingu á þær vogarskálar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar