Fátæku börnin í Reykjavíkurborg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. október 2018 07:30 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir. Hún fékk þau svör við fyrirspurn sinni að nærri fimm hundruð börn tilheyra fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík. En alls nemur heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni nær átta hundruðum. Tæp 28 prósent þessara barna búa í Breiðholti. Kolbrún segir borgarmeirihlutanum hafa mistekist að koma á félagslegri blöndun. Kolbrún lagði í júlí fram fyrirspurn um hversu mörg börn í Reykjavík búi undir fátæktarmörkum, þ.e. framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis. Í svari Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, eru tölur fyrir tímabilið janúar til maí 2018. Á því tímabili voru börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samtals 489, eða tæp tvö prósent allra barna 17 ára og yngri í Reykjavík. Heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni, að meðtöldum þeim sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu, var samtals 784. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189.875 krónur fyrir einstakling og 284.813 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna samkvæmt upplýsingum af vef borgarinnar. Framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins gera hins vegar ráð fyrir að einstætt foreldri með eitt barn á framfæri í leikskóla þurfi 302 þúsund krónur á mánuði. Er þá ekki tekinn með húsnæðiskostnaður sem Regína gerir í svari sínu ráð fyrir að sé að lágmarki 100 þúsund krónur til viðbótar að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Sviðsstjórinn gerir ráð fyrir því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni séu undir fátæktarviðmiðum. Skýrsla UNICEF frá 2016 áætlaði að 9,1 prósent barna liði skort árið 2014. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði boða stofnun stýrihóps til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt, en um áramót er að vænta niðurstöðu greiningar sem velferðarráð óskaði eftir á síðasta kjörtímabili um fjölda barna sem búa við fátækt í borginni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira
„Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir. Hún fékk þau svör við fyrirspurn sinni að nærri fimm hundruð börn tilheyra fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík. En alls nemur heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni nær átta hundruðum. Tæp 28 prósent þessara barna búa í Breiðholti. Kolbrún segir borgarmeirihlutanum hafa mistekist að koma á félagslegri blöndun. Kolbrún lagði í júlí fram fyrirspurn um hversu mörg börn í Reykjavík búi undir fátæktarmörkum, þ.e. framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis. Í svari Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, eru tölur fyrir tímabilið janúar til maí 2018. Á því tímabili voru börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samtals 489, eða tæp tvö prósent allra barna 17 ára og yngri í Reykjavík. Heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni, að meðtöldum þeim sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu, var samtals 784. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189.875 krónur fyrir einstakling og 284.813 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna samkvæmt upplýsingum af vef borgarinnar. Framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins gera hins vegar ráð fyrir að einstætt foreldri með eitt barn á framfæri í leikskóla þurfi 302 þúsund krónur á mánuði. Er þá ekki tekinn með húsnæðiskostnaður sem Regína gerir í svari sínu ráð fyrir að sé að lágmarki 100 þúsund krónur til viðbótar að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Sviðsstjórinn gerir ráð fyrir því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni séu undir fátæktarviðmiðum. Skýrsla UNICEF frá 2016 áætlaði að 9,1 prósent barna liði skort árið 2014. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði boða stofnun stýrihóps til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt, en um áramót er að vænta niðurstöðu greiningar sem velferðarráð óskaði eftir á síðasta kjörtímabili um fjölda barna sem búa við fátækt í borginni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Sjá meira