Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 6. október 2018 20:07 Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018 Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018
Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15
Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“