Sólrún Diego mælir með edikblöndu og raksápu í baráttunni við hélaðar bílrúður Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2018 20:30 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins. Mynd/Stöð 2 Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Haustið er komið og kólna hefur tekið í veðri, eins og Íslendingar með sköfuna á lofti hafa eflaust margir tekið eftir undanfarna morgna. Snapchat-stjarnan og snyrtipinninn Sólrún Diego býr yfir nokkrum ráðum til þess að fyrirbyggja hélu og móðu á bílrúðum komandi vetrar. Sólrún var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Stutt er síðan Sólrún flutti á nýjan stað og stendur hún nú frammi fyrir fyrsta vetrinum án bílakjallara. Hún hefur því kynnt sér hvað best sé að gera til þess að koma í veg fyrir að héla setjist innan á bílrúður og leggur til að notuð sé annað hvort raksápa eða Rain-X. „Ég hef alltaf verið með bílakjallara þannig að ég hef ekki rosalega mikla reynslu af þessu sjálf, en nú er fyrsti veturinn að ganga í garð þar sem ég fæ að prufa þetta á mínum miðlum líka,“ sagði Sólrún og bætti við að raksápuaðferðin hafi hingað til reynst henni vel til að fyrirbyggja móðu inni á baðherbergi. Sólrún sagði best að maka raksápunni eða Rain-X á bílrúðuna innan frá með hreinni tusku eða bréfi og leyfa efninu að sitja í nokkrar sekúndur áður en það er þurrkað af. Þetta eigi að fyrirbyggja að frost myndist á innanverðri rúðunni. „Þá skilur þetta eftir sig þessa húð á glerinu innan frá og kemur í veg fyrir að þessi móða myndist, sem frostið á til að festast í hinum megin frá. Þetta segja þeir að virki gríðarlega vel, hef ég allavega heyrt, og fólk er að mæla með þessu,“ sagði Sólrún. Þá hafði gamla, góða edikblandan reynst Sólrúnu vel í baráttu við hrím á bílrúðum. Það ætti ekki að koma aðdáendum hennar á óvart enda hefur Sólrún notast óspart við edik í þrifum sínum. „Það sem ég hef reyndar prufað, og það finnst örugglega mörgum fyndið að ég sé að taka upp edikið eins og í öllu, er að spreyja semsagt vatnsblönduðu ediki, reyndar með aðeins hærra hlutfalli af ediki en vatni, á frostið utan frá og það á að hjálpa frostinu að vera fyrr að þiðna af rúðunni,“ sagði Sólrún.Hlusta má á viðtal Reykjavík síðdegis við Sólrúnu í heild í spilaranum hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30 Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00 Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30
Sólrún Diego og Frans flytja Snapchat-stjarnan Sólrún Diego og Frans Veigar Garðarsson hafa ákveðið að færa sig um set og er íbúð þeirra við Þorrasalir í Kópavogi á sölu og er ásett verð 49,9 milljónir. 23. ágúst 2018 12:30
Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. 27. mars 2018 10:00